Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag Reykjanesbæjar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrri auglýsing birt í Lögbirting, Víkurfréttum og á vef Reykjanesbæjar 24. nóvember sl. er hér með ógild. Breytingar hafa verið gerðar á gögnum til samræmis við svæðisskipulag vegna vatnsverndar.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 15. desember 2016 til 26. janúar 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. janúar 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið adalskipulag@reykjanesbaer.is.
Reykjanesbæ, 15. desember 2016.
Skipulagsfulltrúi
Fylgiskjöl:
Greinargerð - tillaga
Sveitafélagsuppdráttur
Umhverfisskýrsla
Þéttbýlisuppdráttur