Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ákváðu í febrúar 1999 að taka þátt í verkefninu Staðardagskrá 21, sem á rætur sínar að rekja til ályktunar sem gerð var á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó árið 1992 varðandi umhverfisgæði heims. Skipaður var 3ja manna stýrihópur bæjarfulltrúa; Kjartan Már Kjartansson formaður, Björk Guðjónsdóttir og Ólafur Thordersen. Í framhaldi var gerð skýrsla um stöðuna í Reykjanesbæ, hvað markmið ætti að setja sem og framkvæmda- og kostnaðaráætlun. Úttekt og gerð skýrslu lauk í ársbyrjun 2000 og bæjarstjórn samþykkti hana á bæjarstjórnarfundi 15. febrúar sama ár.
Nánar upplýsingar um vinnulag er í inngangi skýrslunnar.
Hér má nálgast skýrsluna í heild.