379. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. mars 2025, kl. 09:00
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdarsviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Aron Ingi Valtýsson fulltrúi og ritari.
1. Ferjutröð 2060 (2025030175)
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tíu 40 feta gámum. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu.
Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 13. mars 2026.
2. Njarðarbraut 11 (2025030153)
Tilkynnt er um tilkynningarskylda mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild- og leyfi. Um er að ræða breytingar á útliti og innra skipulagi við norðurhluta byggingar sbr. uppdráttum THG arkitekta dags. 5.3.2025.
Embætti Byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.
3. Tjarnabraut 32 (2025030116)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á einni hæð sbr. aðaluppdráttum Beimar dags. 24.2.2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
4. Keilisbraut 747 (2025030089)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II sbr. aðaluppdráttum OMR verkfræðistofu dags. 14.2.2025. Um er að ræða breytingu á skilgreiningu á húsnæðinu í smáíbúðir og þær breytingar sem því fylgja.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.
5. Tjarnargata 12 (2025030072)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdráttum JeES arkitekta dags. 7.2.2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
6. Ferjutröð 11 - Merkjalýsing (2025020165)
Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu vegna stofnunar lóðar við Ferjutröð 11.
Merkjalýsing staðfest.
7. Njarðarbraut 9 (2025020001)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I vegna breytinga á innra skipulagi matshlutar 1 sbr. aðaluppdráttum D.Hildiberg dags. 31.1.2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
8. Háholt 21 (2024120046)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu sbr. aðaluppdráttum RISS verkfræðistofu dags. 1.10.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:29