155. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 13. ágúst 2014 að Víkurbraut 11, kl: 16:30
Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson varamaður, Guðlaugur H. Sigurjónsson framkv.stj. USK og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Atvinnumál
1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu mála vegna álversins, kísilveranna og Brúarfoss ehf. í Helguvík og öðrum framkvæmdum sem eru tengd stóriðjuframkvæmdunum. En flest þessi verkefni eru háð orkuöflun til Helguvíkur, sem eru í fullri vinnslu.
2. Málefni Reykjaneshafnar
2.1. Skýrt frá vinnu við breytingu á deiliskipulaginu í Helguvík. (2014080123)
Framkvæmdastjóri skýrði frá vinnu við breytingu á deiliskipulaginu í Helguvík, sem snýr að lóðum Thorsil ehf. og United Silicon hf.
2.2. Milliuppgjör Reykjaneshafnar janúar - júní 2014. (2013080213)
Framkvæmdastjóri lagði fram milliuppgjör Reykjaneshafnar tímabilið 1.1. - 30.6. 2014. Guðmundur Kjartansson endurskoðandi mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir milliuppgjörið.
2.3. Drög að kaupsamningi Berghólabrautar 9 í Helguvík. (2014080125)
Framkvæmdastjóri lagði fram ný drög að kaupsamningi við Steypuna ehf. fyrir Berghólabraut 9. Jafnframt var lagður fram samningur við SS-35 ehf. um kaup á efnishaug með möluðu efni ofl. Atvinnu- og hafnaráð felur framkvæmdastjóra að undirrita samningana f.h. Reykjaneshafnar.
2.4. Endurnýjun lóðarleigusamnings Saltvers ehf. að Brekkustíg 26 - 30. (2014080129)
Saltver ehf. óskar eftir að lóðarleigusamningur félagsins að Brekkustíg 26 - 30 verði endurnýjaður í bréfi dags. 8.8. 2014.
Atvinnu- og hafnaráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að undirrita nýjan lóðarleigusamning og lóðarleigan verði samkv. gjaldskrá Reykjaneshafnar 7.2. 2014.
2.5. Hafnasambandsþing 4. - 5. september 2014 á Ólafsfirði og Dalvík. (2014080127)
Framkvæmdastjóri skýrði frá Hafnasambandsþingi sem haldið verður 4. - 5. september á Ólafsfirði og Dalvík. Atvinnu- og hafnaráð samþykkti að formaður stjórnar, framkvæmdastjóri, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Magnússon og Jóhann Snorri Sigurbergsson verði fulltrúar Reykjaneshafnar á þinginu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. ágúst 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.