156. fundur

11.09.2014 13:08

156. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. september 2014 að Víkurbraut 11, kl: 16:30.

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson varamaður, Guðlaugur H Sigurjónsson framkv.stj. USK, og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerðina.

1. Atvinnumál

1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu mála vegna álversins,  kísilveranna og Brúarfoss ehf. í Helguvík og öðrum framkvæmdum sem eru tengd stóriðjuframkvæmdunum.  En flest þessi verkefni eru háð orkuöflun til Helguvíkur, sem eru í fullri vinnslu.

1.2. Verkefnalisti atvinnutækifæra í Reykjanesbæ (2013080216)
Framkvæmdastjóri lagði fram verkefnalistann og fór yfir hann með stjórnarmönnum.  Framkvæmdastjóri mun uppfæra listann samkvæmt upplýsingum frá stjórnarmönnum.

1.3. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í júlí 2014 (2013060176)
Framkvæmdastjóri lagði fram ítarlegar tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í júlí 2014.  346 manns í Reykjanesbæ eru á atvinnuleysisskrá í júlí 2014 og 527 manns á Suðurnesjum.  Það er fækkun um 147 manns í Reykjanesbæ frá sama mánuði í fyrra.

2. Málefni Reykjaneshafnar

2.1. Ályktanir Hafnasambandsþings 4. - 5. september 2014 haldið á Dalvík og Fjallabyggð. (2014080127)
Framkvæmdastjóri lagði fram ályktanir Hafnasambandsþingsins og  skýrði frá umræðum um mál sem voru rædd á hafnasambandsþinginu.

2.2. Greiðsluáætlun afb. og vaxta 2014 (2013080213)
Framkvæmdastjóri lagði fram greiðsluáætlun afb. og lána Reykjaneshafnar á árinu 2014.

2.3. Lán Lánasjóðs sveitarfélaga v/ afb. 1.11. 2014 (2014090152)
Framkvæmdastjóri lagði til að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 56 m.kr. til að mæta afborgunum lána LSS þann 01.11.2014.

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að fela framkvæmdastjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 56.000.000 kr., í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2014.

2.4. Skýrt frá hönnunarvinnu Vegagerðarinnar (Siglingastofnunar). (2014010256)
Framkvæmdastjóri skýrði frá vinnu Vegagerðarinnar (Siglingastofnunar) við hönnum 100 m viðlegukants vestur af núverandi 150 m viðlegukanti í Helguvík.  Áætlað er að útboð og framkvæmdir við hann hefjist á árinu 2015.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.