157. fundur

24.09.2014 00:00

157. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 24. september 2014 að Víkurbraut 11, kl: 16:30

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson varamaður, Guðlaugur H Sigurjónsson framkv.stj. USK og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerðina.

1. Atvinnumál

1.1. Ferðamálasamtök Reykjaness kynning. (2014090400)
Sævar Baldursson  - Ferðamálasamtök Reykjaness.  Markaðsstofa Suðurnesja hefur verið klofin frá samtökunum. Grasrót  og hagsmunasamtök í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Leiðbeinandi aðili Sævar kynnti Svót greiningu, veikleika, styrkleika, tækifæri og ógnanir. Félagar i Ferðamálasamtökunum haf hvatt félaga sína til að fara í Vaka sem er  umhverfis- og gæðavottorð.
Atvinnu- og hafnaráð þakkar Sævari fyrir komuna og óskar honum velfarnaðar í starfi formanns Ferðamálasamtaka Reykjaness.

1.2. Markaðsstofa Reykjaness. (2014090401)
Þuríður Halldóra Aradóttir verkefnastjóri kynnir markaðssetningu á Reykjanesi. Markaðsstofa Reykjaness er í Sambandi Sveitarfélaga á Suðurnesjum og er vistuð undir Heklunni, Atvinnuþróunarfélaginu. Þuríður kynnir hlutverk, verkefni og samstarf Markaðsstofu, þjónustuframboð á Suðurnesjum.
Segir okkur frá því að það hafi verið farið í umræðu við flugfélögin um að nota ekki Reykjavík International. Umræða um tækifæri sem svæðið býður uppá. Atvinnu- og hafnaráð þakkar Þuríði Halldóru fyrir ágæta kynningu og óskar henni alls hins besta í starfi sínu hjá Markaðsstofunni.

1.3. Framtíðarstefna í ferðamannaiðnaði í Reykjanesbæ. (2014090399)
Hvar erum við og hvert erum við að stefna.
Stjórnarmenn ræddu þau mál undir málslið 1.1. og 1.2.

1.4. Tjaldsvæði í Reykjanesbæ. (2014090399)
Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs kynnir fyrir ráðinu möguleg svæði undir tjaldstæði í Reykjanesbæ. Hann nefnir sjö svæði kosti þeirra og galla:
Víkingaheimar
Fitjar, þar sem gamla steypustöðin var
Njarðvíkurskógar
Iðavellir, gamli fótboltavöllurinn
Hringbraut, gamli malarvöllurinn
Grófin
Vatnsholtið  - hjá vatnstanknum
Umræða á fundinum um kosti og galla nefndra svæði með tilliti til m.a. kostnaðar. Gestir fundarins tóku þátt í umræðunni.
Atvinnu- og hafnaráð þakkar Guðlaugi fyrir kynninguna.

2. Málefni Reykjaneshafnar

2.1. Frystigeymsla í Helguvík (2014080127)
Formaður skýrði frá erindi Samherja hf. á Hafnasambandsþingi á Ólafsfirði þann 5. sept. sl. um frystigeymsluþörfina í dag.  Framkvæmdastjóri skýrði frá þeim möguleikum á lóð fyrir frystigeymslu í Helguvík sem áður höfðu verið ræddar í Atvinnu- og hafnaráði.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra og formanni að hafa samband við hagsmunaðila og bjóða lóð undir aðstöðu fyrir frystigeymslu í Helguvík.

2.2. Samkomulag við skiptastjóra þrotabús Vinar GK ehf. (2014090399)
Framkvæmdastjóri skýrði frá samkomulagi við skiptastjóra þrotabú Vinar GK ehf. dags. 22.9. 2014 að Reykjaneshöfn greiði þrotabúinu 4,5 mkr.  Dómsmál í Héraðsdómi Reykjaness sem hefja átti 25. september n.k. gagnvart Reykjaneshöfn hefur verið fellt niður og engar frekari kröfur gerðar á hendur Reykjaneshafnar vegna þessa máls.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjastjórnar 7. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.