158. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 15. október 2014 að Víkurbraut 11, kl: 16:30.
Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Jóhann S. Sigurbergsson varamaður, Vilborg Jónsdóttir varamaður, Guðlaugur H. Sigurjónsson framkv.stj. USK og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerðina.
1. Atvinnumál
1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík. Kynnti upplýsingar frá Brúarfossi um stöðu mála. Einnig kynnti hann hugmyndir um lóðarframkvæmdir vegna lóðar Thorsils. United Silicon sem mun hefja framkvæmdir við sína lóð í byrjun nóvember 2014.
1.2. Starfsáætlun Atvinnu- og hafnasviðs árið 2015. (2014100210)
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að Starfsáætlun Atvinnu- og hafnasviðs fyrir árið 2015. Starfsáætlunin skýrir frá fyrirhugðum framkvæmdum og verkefnum næsta starfsár og nýtist sem stjórntæki og til upplýsinga fyrir starfsmenn, stjórnendur, bæjarfulltrúa og bæjarbúa Reykjanesbæjar. Atvinnu- og hafnaráð samþykkir starfsáætlunina.
2. Málefni Reykjaneshafnar
2.1. Bréf Vegagerðarinnar dags. 9.10.2014 um samgönguáætlun 2015 - 2018. (2014100160)
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að óskum Reykjaneshafnar til hafnargerðar og sjóvarna í nýja samgönguáætlun 2015 - 2018. Stærstu verkefnin eru 100 m. viðlegukantur vestur af núverandi 150 m. viðlegukanti í Helguvík og 60 m. viðlegukantur í austur sem munu þjóna væntanlegum kísilverum. Einnig nýr 360 m. viðlegukantur fyrir gámaskip og súrálskip, sem mun þjóna álverinu og útflutningi frá kísilverunum ofl. fyrirtækjum í Helguvík og á Reykjanesi. Atvinnu- og hafnaráð samþykkti tillögu framkvæmdastjóra um óskir að ríkisframlagi í Samgönguáætlun 2015 - 2018.
2.2. Fiskistofa, bréf dags. 29.9.2014, umsögn um endurvigtunarleyfi Fiskflaka ehf. (2014100166)
Fiskistofa óskar umsagnar Reykjaneshafnar á umsókn Fiskflaka ehf. um endurvigtunarleyfi að Hrannargötu 2 í Reykjanesbæ. Atvinnu- og hafnaráð f.h. Reykjaneshafnar samþykkir erindið fyrir sitt leyti, að Fiskflökum ehf. verði veitt endurvigtunarleyfi í starfstöð sinni að Hrannargötu 2, 230 Reykjanesbæ, að uppfylltum skilyrðum er Fiskistofa setur umsækjanda.
2.3. Borgar Ímynd kynningarbæklingur (2014090399)
Bréf Borgar Ímyndar um kynningarbækling fyrir Reykjaneshöfn. Framkvæmdastjóri kynnti verkefni er Borgar Ímynd hefur unnið að fyrir aðrar hafnir á Íslandi. Þar sem öll ímyndar- og kynningarmál hjá Reykjaneshöfn eru í endurskoðun og verið er að mynda framtíðarstefnu í þeim efnum er ekki vilji fyrir slíkum samningum og hafnar stjórn Atvinnu- og hafnarráðs erindinu.
2.4. Lán Lánasjóðs sveitarfélaga v. afb. 1.11.2014 (2014090152)
Framkvæmdastjóri lagði til að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 56 m.kr. til að mæta afborgunum lána LSS þann 01.11.2014 eins og kveðið er á um í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sem samþykkt var 15. nóvember 2013.
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 56.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Pétri Jóhannssyni, kt. 111254-5409, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
2.5. Bréf Landverndar um niðurstöður Bláfánaeftirlits sumarið 2014. (2014020122)
Framkvæmdastjóri lagði fram bréf Landverndar, þar sem tilnefnd eru tvö atriði sem þarf að laga fyrir næsta tímabil Bláfánans til að skilyrði verði uppfyllt. Neyðarsíma vantar við höfnina og ílát fyrir 3 tegundir endurvinnanlegs sorps. Athugasemdir Landverndar ræddar og ákveðið að skoða málið.
3. Önnur mál
3.1. Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjanesbæ staðfestar í bæjarstjórn 7. október 2014 (2014100049)
Farið yfir siðareglurnar og þær undirritaðar af stjórnarmönnum Atvinnu- og hafnaráðs.
Bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson mætti á fundinn og ræddi við stjórnarmenn í byrjun fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.