161. fundur

21.01.2015 00:00

161. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 21. janúar 2015 að Víkurbraut 11, kl: 16:30

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður ritar fundargerðina, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri.


1. Atvinnumál
1.1. Félagasamtökin Betri bær. (2014090399)
Kristín Kristjánsdóttir frá félagssamtökunum Betri Bæ, mætti á fundinn og kynnti starfsemi þeirra í Reykjanesbæ. Góðar umræður voru um verslun og viðskipti á Suðurnesjum og hvað hægt er að gera í samstarfi Betri bæjar og Reykjanesbæjar til að efla það. Ákveðið var að stofna vinnuhóp sem fylgir úr hlaði þeim hugmyndum sem voru viðraðar á fundinum.

1.2. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík. Framkvæmdir ÍAV við kísilver United Silicon hf. eru í gangi.  Vinna Thorsil ehf. að undirbúningsframkvæmdum við umhverfismat og hönnun kísilverksmiðjunnar eru á lokastigi. Einnig vinna við vatnsútflutning Brúarfoss ehf.

2. Málefni Reykjaneshafnar
2.1. Umhverfisstefna Reykjaneshafnar. (2014090399)
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að umhverfisstefnu Reykjaneshafnar.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkir umhverfisstefnu Reykjaneshafnar.

2.2. Bréf frá Sveitarfélaginu Garði dags. 8.1.2015 vegna umsagnar Reykjaneshafnar á tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030. (2013060145)
Framkvæmdastjóri skýrði frá athugasemd sem Reykjaneshöfn gerði á tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030 er varðar flæðigryfju í Selvík.  Ábendingin er tekin til greina og lagfærð.

2.3. Viðauki við lóðarleigusamning Norðuráls (2015010557)
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að 2. viðauka við lóðarsamning milli Reykjaneshafnar og Norðuráls Helguvík ehf.  Með samningi þessum skilar Norðurál lóð sinni að Stakksbraut 1 í Reykjanesbæ og lega lóðarinnar að Stakksbraut 4 breytist.  Atvinnu- og hafnaráð felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn byggðan á framlögðum drögum f.h. Reykjaneshafnar.

2.4. Bréf Landsverndar dags. 7.10. 2014 og ákvörðun um Bláfánaumsókn sumarið 2015. (2014020122)
Málið áður lagt fram á 158. fundi ráðsins.  Atvinnu- og hafnaráð leggur til að ekki verði sótt um endurnýjun á Bláfánanum vegna aukinna krafna ótengdum náttúrvernd og aukins kostnaðar samfara því.

3. Önnur mál
3.1. Breyting á aðalmanni stjórn Atvinnu- og hafnaráði. (2015010547)
Hanna Björg Konráðsdóttir hefur verið skipuð sem aðalmaður í Atvinnu- og hafnaráð í stað Bjarkar Þorsteinsdóttur. 
Í byrjun fundar bauð formaður ráðsins Hönnu Björgu velkomna til starfa í Atvinnu- og hafnaráði.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.