162. fundur

27.02.2015 10:20

162. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 25. febrúar 2015 að Víkurbraut 11, kl: 17:15

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður sem jafnframt ritar fundargerðina, Hanna Björg Konráðsdóttir, aðalmaður, Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri USK og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri.

1. Atvinnumál

1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík. Fulltrúar Thorsil ehf. fóru yfir stöðu verkefnisins á fundi með framkvæmdastjórum ATH og USK ásamt bæjarstjóra þann 18. feb. sl. 

1.2. Verkefnalisti atvinnutækifæra í Reykjanesbæ (2013080216)
Framkvæmdastjóri lagði fram verkefnalistann.

2. Málefni Reykjaneshafnar

2.1. Breyting á deiliskipulagi Helguvíkur (2015020370)
Framkvæmdastjóri fór yfir breytingu á deiliskipulaginu í Helguvík, þar sem nýjar lóðir að Berghólabraut 1 - 4 hafa bæst við frá fyrri tillögu sem lögð var fram 10.12.2014.  Atvinnu- og hafnaráð felur framkvæmdastjóra að áframsenda breytinguna til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, sem afgreiðir skipulagsbreytinguna og sendir síðan til Skipulagsstofnunar.

2.2. Könnun Hafnasambandsins um samvinnu og sameiningu hafnarsjóða (2015020366)
Framkvæmdastjóri lagði fram niðurstöður könnunar Hafnasambands Íslands um samvinnu og sameiningu hafnasjóða.  Könnunin var send út  4.11.2014 á allar aðildarhafnir Hafnasambandsins og framkvæmdastjóra þeirra sveitarfélaga.  68,5% þeirra sem tóku afstöðu töldu möguleika á að auka samstarf hafnarsjóða, en 52,8% telja að sameina megi hafnarsjóði.

2.3. Uppsögn húsaleigusamnings bílaleigu Kynnisferða að Grófinni 2. (2014090399)
Bréf barst frá Bílaleigu Kynnisferða ehf. dags. 21.1. 2015, þar sem tilkynnt er um uppsögn húsaleigusamnings að Grófinni 2.  Uppsagnarfresturinn er 6 mánuðir.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.