163. fundur

26.03.2015 13:27

163. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 25. mars 2015 að Víkurbraut 11 kl: 16:30

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon, aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson, aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður sem jafnframt ritar fundargerðina, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri.

1. Atvinnumál
1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík. Breyting á deiliskipulaginu í Helguvík var auglýst til kynningar 19. mars sl.  Samningar United Silicon hf. við Landsvirkjun og Landsnet fela ekki í sér neina ríkisaðstoð samkvæmt mati ESA Eftirlitsstofnunar EFTA, sem skýrt var frá í fréttum í dag 25. mars. Framkvæmdum við holræsalögn er tengist kísillóðunum lýkur á næstu dögum.

1.2. Drög að skýrslunni "Hagsmunir Íslands á norðurslóðum" frá Ráðherranefnd um málefni norðurslóða 2015. (2014090399)
Formaður lagði fram skýrsluna og ræddu fundarmenn innihald hennar.  Atvinnu- og hafnaráð fagnar að bent sé á mikilvægi alþjóðaflugvallarins á Keflavíkurflugvelli, en finnst að benda megi á möguleikana sem Helguvíkurhöfn vegna olíubirgðastöðvar og með tenginguna við flugvöllinn.  Einnig þarf að benda á möguleikana í áætlunum um uppbyggingu öryggismiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli  fyrir norðurskautsríkin, sem tengist Landhelgisgæslunni og flugumsjónarsvæðis Íslands.

2. Málefni Reykjaneshafnar
2.1. Ársreikningur 2014 ásamt skýrslu endurskoðanda (2013080213)
Ársreikningur 2014 fyrir Reykjaneshöfn var lagður fram.  Jafnframt var lögð fram endurskoðendaskýrsla frá Guðmundi Kjartanssyni og Helgu Erlu Albertsdóttur lög. endurskoðendum dags. 25. mars 2015.  Helga Erla Albertsdóttir lög. endurskoðandi mætti á fundinn og skýrði ársreikninginn og endurskoðendaskýrslu og svaraði fyrirspurnum.

Helstu niðurstöðutölur eru eftirfarandi:
Rekstrartekjur  kr. 609.288.355
Rekstrargjöld  kr. (181.611.714)
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti  kr. 427.676.641
Afskriftir mannvirkja/eigna kr. 45.109.438
Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld)  kr. (486.034.439)
Tap ársins kr. (103.467.236)

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti ársreikninginn og vísar ársreikningnum til samþykktar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

2.2. Erindi Ljósmáls ehf. um styrkumsókn vegna vinnslu heimildarmyndar um sögu vita á Íslandi. (2014090399)
Framkvæmdastjóri lagði fram styrkumsókn  Ljósmáls ehf.  Atvinnu- og hafnaráð hafnar erindinu.

2.3. Bréf Helguvíkurmjöls hf. dags. 19.3. 2015 um stækkun lóðar. (2015030346)
Helguvíkurmjöl hf. óskar eftir að stækka leigulóð sína að Stakksbraut 3 í Helguvík um 82 m2 í norð-austurhluta frá lóð sinni.  Fyrirhugað er að byggja við flokkunarhúsið og bora nýja borholu á þessu svæði og æskilegt að borholan sé innan lóðar.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkir erindið.

2.4. Bréf HS Orku hf. dags. 20.3. 2015 um endurnýjun lóðarleigusamninga að Brekkustíg 32-36 og  (2015030354)
HS Orka hf. óskar eftir að lóðarleigusamningur félagsins að Brekkustíg 22 - 36 og Bakkastíg 22 verði endurnýjaðir í bréfi dags. 20.3. 2015.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að undirrita nýja lóðarleigusamninga og lóðarleigan verði samkv. gjaldskrá Reykjaneshafnar 1.1. 2015.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2015.