164. fundur

29.04.2015 15:37

164. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 28. apríl 2015 að Víkurbraut 11, kl: 17:15

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður sem jafnframt ritar fundargerðina, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson varamaður, Vilborg Jónsdóttir varamaður, Guðlaugur H Sigurjónsson framkv.stj. USK og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri.

1. Atvinnumál

1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík. Breyting á deiliskipulaginu í Helguvík verður kynnt á opnum fundi í Stapa 29. apríl n.k.  Skýrt frá fréttatilkynningu United Silicon hf. um nýráðinn forstjóra og rekstrarstjóra fyrirtækisins.

1.2. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum kísilmálmverksmiðju Thorsil  (2012090302)
Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík sem er dagsett 1. apríl 2015.

1.3. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í mars 2015 (2013060176)
Framkvæmdastjóri lagði fram ítarlegar tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í mars 2015.  448 manns í Reykjanesbæ eru á atvinnuleysisskrá í mars 2015 og 637 manns á Suðurnesjum.  Það er fækkun um 123 manns í Reykjanesbæ frá sama mánuði í fyrra.

2. Málefni Reykjaneshafnar

2.1. Stefna AGC ehf. á hendur Reykjaneshafnar vegna viðurkenningar á leigurétti.  (2014110156)
Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar stefnu frá AGC ehf. sem höfðar mál á hendur Reykjaneshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. til viðurkenningar á leigurétti stefnanda. Lögmanni  og framkvæmdastjóra falið að skoða málið.

2.2. Lóðarumsókn G2 Brenna Holdings Ltd.  (2015040270)
Bréf dags. 22.4. 2015 barst frá G2 Brenna Holdings Ltd, þar sem óskað er eftir úthlutun lóðarinnar að Berghólabraut nr. 3 sem er 27.470 m2 að stærð undir endurvinnslu á gúmmíi.
Atvinnu- og hafnaráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna nánar að gerð lóðarsamnings og fjárfestingarsamnings, sem síðan verða lagðir fyrir stjórn og Reykjanesbæ.
Lóðarvilyrði þetta fellur úr gildi þann 30. október 2015 hafi lóðarleigusamningur ekki verið undirritaður fyrir þann tíma. 

2.3. Lán Lánasjóðs sveitarfélaga v. afb. 1.5.2015 (2015040300)
Framkvæmdastjóri lagði til að sótt yrði um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40 m.kr. til að mæta afborgunum lána LSS þann 01.05. 2015 að fengnu samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Pétri Jóhannssyni, kt. 111254-5409, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. maí 2015.