166. fundur

29.06.2015 13:12

166. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 25. júní 2015 að Víkurbraut 11, kl: 17:15

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Atvinnumál
1. Staða framkvæmda í Helguvík (2015060079)
Hafnarstjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík. Einnig kynnti hann umboð frá Reykjaneshöfn til Reykjanesbæjar um umsýslu lóða og fasteigna á Fitjum og Háakotstanga sem byggir á makaskiptasamning þessara aðila frá 20.04.2015.

2. Fráveita, nýframkvæmdir í Helguvík (2015060427)
Fundargerð verkfunda nr. 17 vegna nýframkvæmda fráveitulagna í Stakksbraut-Fuglavík lagðar fram.

3. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í maí 2015 (2013060176)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í maí 2015.  Einnig lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ, viðmiðunarmánuður maí, frá árinu 2000 til 2015 og yfirlit þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. fjögur ár eftir kyni, ríkisfangi, aldursbili, menntun, atvinnugreinum og starfsgreinum. 194 manns í Reykjanesbæ eru á atvinnuleysisskrá í maí 2015 og 452 manns á Suðurnesjum.  Það er fækkun um 135 manns í Reykjanesbæ frá sama mánuði í fyrra.

4. Sóknaráætlun SSS 2015-2019 - tilnefning í samráðshóp (2015050376)
Hafnarstjóri kynnti framkvæmd vinnufundar hjá Sóknaráætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2015-2019 sem haldinn var 4. júní s.l.

5. Úthlutun styrkja 2015 (2015060366)
Lagt var fram yfirlit yfir úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja sem tilkynntar voru 15. júní s.l.

6. Atvinnumálakönnun RNB 2013 - 2014 (2013110265)
Atvinnu- og hafnarráð lét vinna atvinnumálakannanir í Reykjanesbæ árin 2013-2014. Farið var yfir upplýsingar sem unnar voru nánar úr þeim könnunum.

2. Málefni Reykjaneshafnar
1. Tillaga að samgönguáætlun 2015 - 2018 (2014100160)
Hafnarstjóri fór yfir fund sem hann, ásamt Pétri Jóhannssyni fyrrverandi hafnarstjóra og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar, áttu með Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í tilefni að framlagningu samgönguáætlunar 2015-2018. Einnig fór hann yfir erindið sem sent var nefndinni í tilefni fundarins.

2. Rekstraryfirlit Reykjaneshafnar (2015010547)
Hafnarstjóri kynnti rekstrarþróun hafnarinnar fyrstu fimm mánuði ársins.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með fullnaðarafgreiðslu.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 2. júlí 2015.