167. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 1. júlí 2015 að Víkurbraut 11, kl: 17:15
Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Atvinnumál
1. Viðauki III við lóðar- og hafnarsamning á milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. dags. 11. apríl 2014 (2014050358)
Erindi frá Thorsil ehf., dagsett 25.06.2015, þar sem óskað var eftir að gerður yrði Viðauki III við Lóðar- og hafnarsamning milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. frá 11. apríl 2014.
Viðauki III er breyting á viðauka II, þar sem m.a. gjalddagi 30% gatnagerðargjalda færist til 30. september 2015.
Atvinnu- og hafnaráð samþykkir viðaukana og felur hafnarstjóra að undirrita þá.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 2. júlí 2015.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina 5-0.