171. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 28. október 2015 að Víkurbraut 11 kl. 17:15.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs RNB og Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar.
1. Lán Lánasjóðs sveitarfélaga afb. 02.11.2015 (2015100415)
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.
2. Fjármál Reykjaneshafnar (2015100414)
Lagðir fram samningar við Deloitte, LOGOS og Lögmenn Bárugötu. Samningarnir samþykktir og hafnarstjóra falið að undirrita þá.
3. Deloitte - ráðningarbréf um endurskoðun 2015 (2015090356)
Ráðningarbréfi samþykkt. Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið að undirrita bréfið.
4. Bréf United Silicon dags. 21.10.2015 (2015100413)
USi fer þess á leit að afrennsli kælivatns vegna ofns í fyrsta áfanga uppbyggingar á kísilveri félagsins í Helguvík sé veitt í Helguvíkurhöfn. Umsagnar hefur verið leitað hjá siglingasviði Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
Með vísan í umsögn siglingasviðs Vegagerðarinnar er erindi Usi hafnað á þeim forsendum að eftir því sem hitastig sjávar er hærra þá tærast stálþil hraðar og einnig gildir það um tæringu steypu. Umrætt afrennslisvatn er áætlað um 25°c og er það mat siglingasviðs Vegagerðarinnar að áhrifin geti falið í sér styttingu líftíma hafnarmannvirkja. Hafnarstjóra falið að ræða við Usi um mögulega úrlausn á málinu.
5. Erindi Blue Car Rental ehf., - dags. 17.09.2015 (2015090355)
Lagt fram erindi frá Blue Car Rental um makaskipti á lóðinni Fuglavík 49 (2332119) sem er í þeirra eigu og lóðarinnar Hólmbergsbraut 3 (2332081) sem er í eigu Reykjaneshafnar. Erindið samþykkt með því skilyrði að Blue Car Rental beri allan kostnað af makaskiptunum. Hafnarstjóra falið að ganga frá málinu.
6. Hafnasamband Íslands - fundargerð 377. fundar dags. 21.06.2015 (2015050325)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7. Flutningahópur íslenska sjávarklasans - fundargerð 16. fundar dags. 15.10.2015 (2015100331)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8. Sjávarútvegsráðstefnan 2015 - 19. til 20. nóv. 2015 (2015100338)
Lagt fram til kynningar.
9. Innkauparáðstefna Ríkiskaupa 2015 (2015100412)
Lagt fram til kynningar.
10. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í september 2015 (2013060176)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í september 2015. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2000 til 2015, viðmiðunarmánuðir september, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. fjögur ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 246 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í september. Það fækkaði um 112 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2014. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 363 í september.
11. Sóknaráætlun Suðurnesja 2015 - 2019 (2015100416)
Lagt fram til kynningar.
12. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsstöðu hafnarinnar, stöðu rekstrar fyrstu níu mánuði ársins og drög að fjárhagsáætlun. Aflatölur janúar – til september lagðar fram ásamt samanburði við fyrri ár. Farið var yfir starfsmannamál hafnarinnar.
13. Önnur mál (2015100420)
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember nk.
Fundargerðin var samþykkt 11-0. Til máls tóku Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir, Árni Sigfússon, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Guðbrandur Einarsson.