178. fundur

12.02.2016 10:14

178. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn 11. febrúar 2016 að Víkurbraut 11 kl. 18:00

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M. Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2015110364)
Lögð fram sameiginleg tilkynning um fjármál  Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar sem birt var í kauphöll þann 11. febrúar 2016. Með vísan til framangreinds er lögð fram tillaga um að Reykjaneshöfn fari fram á við fjárhagslega kröfuhafa hafnarinnar að framlengja kyrrstöðutímabil frá 15. febrúar 2016 til og með 15. mars 2016, með þeim skilmálum sem greinir í drögum að viðauka við yfirlýsingu um greiðslufrest og kyrrstöðutímabil sem jafnframt var lagður fram á fundinum. Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar nk.