179. fundur

15.03.2016 10:07

179. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn 14. mars 2016 að Víkurbraut 11, kl. 16:30.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Hjörtur M. Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Einar Magnússon aðalmaður var fjarverandi.


1. Breyting á skipan Stjórnar Reykjaneshafnar (2016020215)
Á 494. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem haldinn var 10. febrúar sl. var Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur veitt lausn sem stjórnarmanni í stjórn Reykjaneshafnar. Bæjarstjórn samþykkti á sama fundi að Kristján Jóhannsson yrði nýr aðalmaður í stjórn Reykjaneshafnar. Formaður þakkaði Kolbrúnu fyrir hennar störf í stjórn Reykjaneshafnar og bauð Kristján nýjan stjórnarmann velkominn til starfa.

2. Prókúra á reikninga Reykjaneshafnar (2016030196)
Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, innheimtufulltrúi hjá Reykjanesbæ og prókúruhafi á bankareikninga Reykjaneshafnar hefur látið af störfum hjá Reykjanesbæ.   Sædís Kristjánsdóttir hefur hafið störf hjá Reykjanesbæ sem innheimtufulltrúi. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að veita Sædísi Kristjánsdóttur prókúru að bankareikningum Reykjaneshafnar. Jafnframt samþykkir stjórn Reykjaneshafnar að afturkalla prókúru Guðbjargar Fríðu Guðmundsdóttur á viðkomandi reikningum.

3. Fjármál Reykjaneshafnar (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi fjárhagslega endurskipulagningu á fjármálum hafnarinnar. Lögð var fram tillaga um að Reykjaneshöfn fari fram á við fjárhagslega kröfuhafa hafnarinnar að framlengja kyrrstöðutímabil frá 15. mars 2016 til og með 15. apríl 2016, með þeim skilmálum sem greinir í drögum að viðauka við yfirlýsingu um greiðslufrest og kyrrstöðutímabil sem jafnframt var lagður fram á fundinum. Samþykkt samhljóða.

4. Endurnýjun á skilyrtri staðfestingu á greiðslu (2016030197)
Lagt fram samkomulag um greiðslu á staðfestingargjaldi samkvæmt lóðar- og hafnarsamningi á milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. frá 11. apríl 2014.
Samþykkt samhljóða.

5. Samningur um lóðarskipti (2016030194)
Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar og Hringrásar hf. um lóðarskipti.
Samþykkt samhljóða.

6. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða rekstur hafnarinnar.

7. Önnur mál (2015100420)

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2016.