180. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn 31. mars 2016 að Víkurbraut 11, kl. 17:15.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Bréf Brunabótafélags Íslands, dags. 22.02.2016, um styrktarsjóð EBÍ. (2016020366)
Lagt fram.
2. Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 382 (2016010703)
Fundargerð Hafnasambands sveitarfélaga nr. 382 lögð fram.
3. Heimavigtunarleyfi (2016010705)
Heimavigtunarleyfi fyrir Síldarvinnsluna hf. lagt fram.
4. Fjármál Reykjaneshafnar (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu viðræðna við kröfuhafa hafnarinnar.
5. Skýrslur um stöðu á vinnumarkaði í janúar og febrúar 2016 (2016010707)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í janúar og febrúar 2016. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016, viðmiðunarmánuðir janúar og febrúar, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. fimm ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 295 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í janúar og 278 í febrúar. Það fækkaði um 31 einstakling á atvinnuleysisskrá í janúar frá sama mánuði 2015 og um 172 í febrúar. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 421 í janúar og 384 í febrúar.
6. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar rekstur hafnarinnar.
7. Önnur mál (2015100420)
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2016.