182. fundur

19.04.2016 09:17

182. fundur í Stjórn Reykjaneshafnar var haldinn mánudaginn 18. apríl 2016, kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri.

1. Ársreikningur 2015 ásamt skýrslu endurskoðanda.
Á fundinn mætti Guðmundur Kjartansson löggiltur endurskoðandi Reykjaneshafnar. Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2015 lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda hafnarinnar. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi::

Rekstrartekjur    kr.   250.915.958.-
Rekstrargjöld    kr. (214.311.739.-)
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti kr.    36.604.119.-
Afskriftir mannvirkja/eigna  kr. ( 44.993.437.-)
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld) kr. (388.205.517.-)
Tap ársins    kr. (396.594.835.-)

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir ársreikninginn og vísar ársreikningum ti samþykkis á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

2. Fundargerð 383. fundar Hafnarsambands Íslands frá 01.04.2016.
Lagt fram.

3. Fundargerð Flutninga- og hafahóps sjávarklasans frá 01.04.2016.
Lagt fram.

4. Önnur mál.


Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2016.