188. fundur

07.06.2016 00:00

188. fundur í Stjórn Reykjaneshafnar var haldinn þriðjudaginn 7. júní 2016 kl.20:00. Fundurinn var símafundur.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M. Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í dag, 7. júní 2016, kom fram að bæjarstjórn óskar eftir því
við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að fá lengri frest til þess að ná frjálsum samningum
við kröfuhafa sveitarfélagsins um endurskipulagningu á fjármálum sveitarfélagsins og stofnanna
þess.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram: „Stjórn Reykjaneshafnar óskar eftir því við kröfuhafa
Reykjaneshafnar að þeir veiti greiðslufrest og kyrrstöðutímabil á skuldbindingum hafnarinnar á
meðan viðræður eiga sér stað á milli hafnarinnar annars vegar og kröfuhafa hennar hins vegar um
endurskipulagningu á fjármálum Reykjaneshafnar.“
Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. ágúst 2016.