191. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 25. ágúst 2016 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir hvernig staða mála væri í viðræðum við kröfuhafa hafnarinnar. Einnig var farið yfir stöðu mála í rekstri hafnarinnar fyrri hluta ársins.
2. Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingarmál, dags. 29.07.2016. (2015070309)
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingarmál varðandi afhendingu gagna. Hafnarstjóri upplýsti að búið væri að framfylgja úrskurðarorðum.
3. Staða á vinnumarkaði í júlí. (2016010707)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í júlí 2016. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016, viðmiðunarmánuðir júlí, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 163 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í júlí. Það fækkaði um 94 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2015. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 221 í júlí.
4. Hafnarsamband Íslands, fundargerð nr. 386 (2015020325)
Lögð fram fundargerð 386 fundar Hafnarsambands Íslands.
5. Hafnarsambandsþing 2016. (2015020325)
Lagt fram boðun á Hafnarsambandsþing 2016 sem haldið er á Ísafirði dagana 13. og 14. október n.k., en Reykjaneshöfn hefur rétt til þess að senda fimm fulltrúa á þingið. Lagt er til að allir aðalmenn stjórnar sæki þingið ásamt hafnarstjóra. Samþykkt samhljóða.
6. Drög að stefnumörkun Hafnarsambands Íslands. (2015020325) Lögð fram til kynningar drög að stefnumörkun Hafnarsambands Íslands.
7. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419) Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
8. Önnur mál. (2015100420)
8.1 Selvík 3b.
Umhverfissvið Reykjanesbæjar óskar umsagnar Stjórnar Reykjaneshafnar um fyrirspurn varðandi stækkun á fasteigninni Selvík 3b. Stjórn Reykjaneshafnar gerir ekki athugasemd varðandi stækkunina ef hún fellur innan ramma skipulags.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2016