192. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn mánudaginn 19. september 2016 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson
aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Guðlaugur H
Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir hvernig staða mála væri í viðræðum við kröfuhafa hafnarinnar.
2. Thorsil ehf. (2016030197)
Lagður fram til kynningar og umræðu samkomulag um fyrirkomulag greiðslna á grundvelli
Lóðar- og hafnarsamnings milli Thorsil ehf. og Reykjaneshafnar frá 11. apríl 2014. Samþykkt
var að vinna málið áfram á grundvelli umræðunnar sem fram fór á fundinum.
3. Staða á vinnumarkaði í júlí. (2016010707)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í ágúst 2016. Einnig var
lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016,
viðmiðunarmánuðir ágúst, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. ár eftir kyni,
aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 152
einstaklingar á atvinnuleysisskrá í ágúst. Það fækkaði um 94 einstaklinga á atvinnuleysisskrá
frá sama mánuði 2015. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 216 í
ágúst.
4. Flutningalandið Ísland 2016. (2015090353)
Lögð fram til kynningar dagskrá ráðstefnunnar Flutningalandið Íslands 2016 sem haldin
verður í Hörpu 5. október n.k.
5. Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 08.09.16. (2016090216)
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem farið er yfir niðurstöður af reglubundnu eftirlit
stofnunarinnar á framkvæmd Reykjaneshafnar á móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
Umhverfisstofnun gerir engar kröfur um úrbætur á þeirri framkvæmd.
6. Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna. (2016090216)
Lögð fram til kynningar skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna sem ráðherra lagði fyrir
145. löggjafarþing 2015-2016.
7. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
8. Önnur mál. (2015100420)
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2016.