195. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 24. nóvember 2016 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
1. Innkaup og útboð. (2014110188)
Jón Ingi Benediktsson innkaupastjóri Reykjanesbæjar mætti á fundinn og kynnti þær áherslur sem lagðar væru til grundvallar í innkaupum Reykjanesbæjar.
2. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Reykjanesbæjar mætti á fundinn undir þessum dagskrálið. Hann og hafnarstjóri fór yfir hvernig staða mála væri í viðræðum við kröfuhafa hafnarinnar. Einnig voru lögð fram samningsdrög við lögmannsstofuna LMB slf. um lögfræðiþjónustu þeirra í samningaviðræðum við kröfuhafa hafnarinnar. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur hafnarstjóra að ganga frá málinu.
3. Thorsil ehf. (2016030197)
Lögð fram drög að lóðarleigusamning milli Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Thorsil ehf. varðandi leigu lóðarinnar Berghólabrautar 8. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög og heimilar að hafnarstjóri undirriti þau fyrir hönd Reykjaneshafnar.
4. Iðnaðarlóðir í Helguvík. (2016070104)
Lögð fram lóðarumsóknir Brima ehf. um lóðina Fuglavík nr. 16. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrir sitt leiti viðkomandi lóðaúthlutun og vísar umsókninni til endanlegrar afgreiðslu hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar í samræmi við samþykktar verklagsreglur Reykjaneshafnar.
5. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2017 – fyrri umræða. (2016110197)
Hafnarstjóri lagið fram til fyrri umræðu drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2017. Farið var yfir helstu rekstrartölur og fjárfestingarþörf komandi ára. Fjárhagsáætlun verður afgreidd á næsta fundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2016.