196. fundur

05.12.2016 00:00

196. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn mánudaginn 5. desember 2016 kl. 20:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson varamaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar 2017 – seinni umræða. (2016110197)

Samþykkt að fresta seinni umræðu til næsta fundar.

3. Gjaldskrá Reykjaneshafnar. (2015110362)

Hafnarstjóri fór yfir forsendur að fyrirliggjandi gjaldskrá Reykjaneshafnar sem tekur gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

4. Innheimta krafna. (2016120017)

Hafnarstjóri lagði fram yfirlit yfir átta viðskiptamenn Reykjaneshafnar sem hafa farið í gjald- eða greiðsluþrot á síðustu árum. Grunnupphæð krafna á viðkomandi viðskiptamenn samkvæmt bókhaldi Reykjaneshafnar er kr. 2.871.281.-. Hafnarstjóri lagði til við viðkomandi upphæð yrði afskrifuð úr bókhaldi hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjóri lagði fram endurskoðaðan samning við Motus ehf. og Lögheimtuna ehf. um umsjón með innheimtu á viðskiptakröfum Reykjaneshafnar, en núverandi samningur er frá 8. febrúar 2012. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi samning og felur hafnarstjóra að undirritað hann.

5. Endurskoðun ársreiknings 2016. (2016070091)

Lagt fram til kynningar samningur um endurskoðun milli Reykjanesbær og Grant Thornton endurskoðun ehf. frá 14. júlí s.l. um endurskoðun á ársreikningum Reykjanesbæjar og stofnanna hans. Samningurinn var gerður að undangengnu útboði og gildir til fimm ára. Sem ein af stofnunum Reykjanesbæjar nær þessi samningur til endurskoðunar á ársreikningi Reykjaneshafnar næstu fimm ár. Samkvæmt samningum mun endurskoðun ársreiknings 2016 hefjast núna í desember.

6. Staða á vinnumarkaði í júlí. (2016010707)

Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í október 2016. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016, viðmiðunarmánuðir október, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 171 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í október. Það fækkaði um 86 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2015. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 243 í október.

7. Hafnarsamband Íslands. (2015050325)

Lögð fram til kynningar fundargerð 386. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Einnig lagt fram bréf frá formanni Hafnarsambands Íslands, dags. 16.11.2016, með ályktun frá 40. þingi Hafnarsambandsins um þörf þess að hafnir settu sér umhverfisstefnu.

8. Fiskistofa. (2016010705)

Lagt fram bréf Fiskistofu dags. 31.10.2016 um útgefið heimavigtunarleyfi fyrir Fiskflök ehf. kt. 630507-1030.

9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

10. Önnur mál. (2015100420)

 

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2016.