198. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.
2. Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2017. (2015110362)
Frestað til næsta fundar.
3. Lóðir Reykjaneshafnar. (2017010272)
a. Bakkastígur 14. Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Bakkastígar 14 þar sem fyrri lóðarleigusamningur er útrunninn. Samþykktur samhljóða.
b. Fuglavík 43. Erindi frá Blue Eignum ehf. kt. 561115-0950 . Hafnarstjóra falið að ræða nánar við Blue Eignir ehf. um málið og kynna á næsta fundi.
c. Hólamið 1a. Lögð fram lóðarumsókn Hjalta Guðmundssonar ehf. um lóðina Hólamið 1a. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrir sitt leiti viðkomandi lóðaúthlutun og vísar umsókninni til endanlegrar afgreiðslu hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar í samræmi við samþykktar verklagsreglur Reykjaneshafnar.
4. Staða á vinnumarkaði í desember. (2016010707)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í desember 2017. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016, viðmiðunarmánuðir desember, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 251 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í desember. Það fækkaði um 41 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2015. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 423 í desember.
5. Hafnarsamband Íslands. (2015050325)
Bréf Hafnarsambands Íslands dagsett 15.12.16 með fyrirspurn um fjárhagsstöðu hafnarsjóðs. Einnig lagt fram minnisblað dagsett 07.12.16 frá sviðsstjóra hag- og upplýsingarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðu verst settu hafnarsjóða landsins. Samþykkt að fela hafnarstjóra að svara fyrrnefndri fyrirspurn.
6. Fitjar-Helguvík ehf. (2016100283)
Lagður fram undirritaður leigusamningur um tímabundinn afnotarétt af landsvæði milli Reykjaneshafnar annars vegar og Fitja-Helguvík ehf. hins vegar. Samþykktur samhljóða.
7. Leiðbeinandi reglur um meðferð fjármuna í stofnunum Reykjanesbæjar.( 2016070060)
Lagt fram til kynningar.
8. Umhverfisstofnun. (2016090216)
Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dagsett 19.12.16 þar sem staðfest er áætlun Reykjaneshafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.
9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
10. Önnur mál. (2015100420)
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2017.