204. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.
2. Stakksbraut 9 - lóðargjöld. (2015100459)
Kynnt drög að samkomulagi um uppgjörs á lóðargjöldum vegna Stakksbrautar 9. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli viðkomandi tillagna að samkomulagi.
3. Löndunarkrani á Keflavíkurhöfn. (2016040015)
Kynnt tilboð frá fimm aðilum í nýjan löndunarkrana sem staðsettur yrði í Keflavíkurhöfn. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að taka tilboði Ásafls ehf.
4. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
Ársreikningur Hafnarsambands Íslands lagður fram til kynningar. Einnig lagðar fram til kynningar fundargerðir 393. og 394. stjórnarfunda Hafnarsambandsins.
5. Vinnumarkaður í mars 2017. (2017030482)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir marsmánuð 2017 um vinnumarkaðinn á Íslandi lögð fram til kynningar.
6. Flutningaráðstefna í Munchen 9-12 maí 2017. (2017040089)
Davíð P Viðarsson formaður stjórnar og Halldór K Hermannsson hafnarstjóri sóttu á vegum Reykjaneshafnar alþjóðlega flutningaráðstefnu sem haldin var í Munchen í Þýskalandi dagana 9-12 maí s.l. Lögðu þeir fram minnisblað um ferðina og kynntu jafnfram það helsta sem þar kom fram í tengslum við hafnarstarfsemi.
7. Ársyfirlit Reykjaneshafnar. (2017050188)
Lagt fram til kynningar ársyfirlit Reykjaneshafnar vegna ársins 2016 þar sem gerð er grein fyrir helstu þáttum í starfsemi hafnarinnar á síðasta ári.
8. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
9. Önnur mál. (2015100420)
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2017.