206. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 29. júní 2017 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ. Magnússon aðalmaður, Hjörtur M. Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Hrafn Ásgeirsson varamaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
1. Reykjaneshöfn – kynningarþáttur (2017060378)
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á 203. fundi sínum að taka þátt í verkefni Hafnasambands Íslands um kynningu á starfsemi hafna á Íslandi. Hafnasambandið hefur samið við sjónvarpsstöðina Hringbraut og auglýsingastofuna Athygli varðandi umsjón og framkvæmd verkefnisins. Á fundinn mætti fulltrúi frá sjónvarpstöðinni Hringbraut, Linda Blöndal. Farið var yfir framkvæmd verkefnisins og sýn stjórnar á uppbyggingu þess.
2. Fjármál Reykjaneshafnar (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.
3. Lánasjóður sveitarfélaga (2015100435)
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 27.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.
4. Fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021 (2017060264)
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 15.06.2017 þar sem kynnt er gerð samgönguáætlunar fyrir árin 2018-2022. Þar kemur fram að umsóknir um fjárstuðning til verkefna í samgönguáætlun skulu berast Vegagerðinni fyrir 15. júlí 2017. Hafnarstjóra falið að skila umbeðnum gögnum í samræmi við umræður á fundinum.
5. Hafnasamband Íslands (2017020225)
Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 19.06.2017 með yfirskriftinni „Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðarskipa“ ásamt viðhengjum lagður fram til kynningar.
6. Suðurnesin í sókn – Íslandsbanki 26.06.2017 (2017060379)
Skýrslan „Suðurnesin í sókn“ sem unnin var fyrir Íslandsbanka af Reykjavík Economics lögð fram til kynningar.
7. Vinnumarkaður í maí 2017 (2017030482)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir maímánuð 2017 um vinnumarkaðinn á Íslandi lögð fram til kynningar.
8. Lóðir Reykjaneshafnar (2017010272)
a. Bakkastígur 10, fastanr. 209-2889. Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Bakkastígar 10 þar sem fyrri lóðarleigusamningur er útrunninn. Samþykktur samhljóða.
9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
10. Önnur mál. (2015100420)
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:48. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 6. júlí 2017.