208. fundur

28.09.2017 00:00

208. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 28. september 2017 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Kristján Jóhannsson aðalmaður boðaði forföll.

DAGSKRÁ
1. Reykjaneshöfn – kynningarþáttur. (2017060378)
Farið yfir stöðu mála varðandi vinnslu myndefnis í kynningarþátt um Reykjaneshöfn sem unnin er í samstarfi við sjónvarpsstöðina Hringbraut.

2. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fóru yfir stöðu mála er varðar endurskipulagningu á fjárhag Reykjaneshafnar og næstu skref í þeim málum. Einnig lagði hann fram fyrstu drög að fjárhagsramma næsta árs til kynningar.

3. Fiskistofa. (2017090299)
Tölvupóstur frá Fiskistofu, dags. 19.09.2017, er varðar úthlutanir aflahlutdeilda fiskveiðiárið 2017-2018. Lagt fram til kynningar.

4. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
Fundargerð 396. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Lögð fram til kynningar.

5. Hafnarfundur 2017. (2017080281)
Hafnarfundur 2017 var haldinn á Húsavík fimmtudaginn 21. september s.l. Fulltrúar Reykjaneshafnar sóttu fundinn og kynnti Hanna Björg það helsta sem þar kom fram.

6. Íslenski sjávarklasinn. (2016070092)
Fundargerð Flutningahóps Íslenska sjávarklasans frá 11.09.2017 ásamt yfirliti yfir helstu verkefni Íslenskra sjávarklasans 2016. Lagt fram til kynningar.

7. Sameinað Sílikon hf. (2017080273)
Bréf dags. 05.09.2017 frá Lex lögmannsstofu þar sem boðað er til kröfuhafafundar þann 22.11.2017 kl. 09:00 vegna framlengdar greiðslustöðvunar sem Sameinað Sílikon hf. fékk þann 4. september s.l. Samþykkt að hafnarstjóri sæki fundinn f.h. Reykjaneshafnar.

8. Vinnumarkaður í ágúst 2017. (2017030482)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir ágústmánuð 2017 um vinnumarkaðinn á Íslandi. Lögð fram til kynningar.

9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

10. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2017.