210. fundur

28.11.2017 00:00

210. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn þriðjudaginn 28. nóvember 2017 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður boðaði forföll.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)

Hafnarstjóri fór yfir rekstrartölur fyrstu níu mánuði ársins. Einnig fór hann yfir aðra þætti í fjármálum hafnarinnar.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2018. (2017100262)
Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2018 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar er í samræmi við aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar og stofnanna hans vegna áranna 2017-2022 og byggir á þeim forsendum sem þar eru til grundvallar. Fjárhagsáætlun ársins 2018 ásamt áætlun vegna áranna 2019-2022 samþykkt samhljóða.

3. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
a. Fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Lögð fram til kynningar.
b. Innviðir á Íslandi - hafnarhluti – skýrsla Samtaka Iðnaðarins um ástand og framtíðarhorfur á Íslandi. Lagt fram til kynningar.

4. Lóðir Reykjaneshafnar. (2016100283)

a. Berghólabraut 7A. Lagður fram lóðarleigusamningur vegna Berghólabrautar 7A. Samþykktur samhljóða.

b. Hólmbergsbraut 1. Lögð fram yfirlýsing um breytingu á skilmálum er snúa að 17. grein lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar Hólmbergsbraut 1, landnr. 206252. Samþykkt samhljóða.

c. Hólmbergsbraut 5. Lögð fram yfirlýsing um breytingu á skilmálum er snúa að 17. grein lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar Hólmbergsbraut 5, landnr. 206254. Samþykkt samhljóða.

d. Hvalvík 2a. Lögð fram yfirlýsing um breytingu á skilmálum er snúa að 17. grein lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar Hvalvík 2a, landnr. 206250. Samþykkt samhljóða.

e. Selvík 3. Lögð fram yfirlýsing um breytingu á skilmálum er snúa að 17. grein lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar Selvík 3, landnr. 206246. Samþykkt samhljóða.

f. Hólamið 20. Lagður fram leigusamningur um tímabundinn afnotarétt af lóðinni Hólamið 20., landnr. 216776. Samþykktur samhljóða.

5. Berghólabraut 9A. (2016030197
Kaupsamningur um lóðina Berghólabrautar 9A lagður fram. Í samræmi við 6. grein samnings þarf undirritun Reykjaneshafnar til þess að af samningnum geti orðið. Hafnarstjóri leggur til að hann fái heimild til að undirritað samninginn fyrir hönd Reykjaneshafnar. Samþykkt samhljóða.

6. Abbey 2500 - haugsuga. (2016010702)
Hafnarstjóri leggur til að hann fái heimild til að selja haugsugu af gerðinni Abbey 2500 árgerð 2007 sem er eign Reykjaneshafnar. Samþykkt samhljóða.

7. Flutningalandið Ísland. (2016070092)
Ráðstefnan Drifkrafturinn Ísland sem tengipunktur verður 30. nóvember n.k. í Hörpu. Hafnarstjóri leggur til að 2 fulltrúar Reykjaneshafnar sæki ráðstefnuna. Samþykkt samhljóða.

8. Vinnumarkaður í október 2017. (2017030482)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir októbermánuð 2017 um vinnumarkaðinn á Íslandi. Lögð fram
til kynningar.

9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

10. Önnur mál. (2015100420)
Hjörtur M Guðbjartsson lagði fram eftirfarandi tillögu: Í tilefni jólanna verði hugað að jólaskreytingum á athafnasvæðum Reykjaneshafnar, þar á meðal Hafnahöfn. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:39. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. desember 2017.