212. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn þriðjudaginn 23. janúar 2018 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs RNB og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snertu fjármál hafnarinnar.
2. Innheimta útistandandi krafna. (2018010288)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu útistandandi krafna hafnarsjóðs. Jafnframt lagði hann fram yfirlit yfir fjóra viðskiptamenn Reykjaneshafnar sem hafa farið í gjald- eða greiðsluþrot á síðasta ári. Grunnupphæð krafna á viðkomandi viðskiptamenn samkvæmt bókhaldi Reykjaneshafnar er kr. 612.352.-. Hafnarstjóri lagði til við viðkomandi upphæð yrði afskrifuð úr bókhaldi hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.
3. Hafnarsamband Íslands. (2018010284)
Tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands dags. 18.01.18 þar sem kynnt var fyrirmynd að framsetningu gjaldskráliðar í gjaldskrá hafnar er tengist úrgangsmálum. Lagður fram til kynningar.
4. Fiskistofa. (2018010283)
a. Tölvupóstur frá Fiskistofu dags. 08.01.18 þar sem bent er á hvar nálgast má ýmsar upplýsingar tengdar starfsemi hennar. Lagður fram til kynningar.
b. Bréf Fiskistofu dags. 03.01.18 þar sem tilkynnt er um endurnýjun vigtunarleyfis til handa Saltver ehf. Lagt fram til kynningar.
5. Flutningar- og hafnarhópur Sjávarklasans. (2018010285)
Fundargerð fundar Flutningar- og hafnarhóps Sjávarklasans með samgönguráðherra sem haldinn var 18.01.18. Lögð fram til kynningar.
6. Vinnumarkaður í desember 2017. (2017030482)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir desembermánuð 2017 um vinnumarkaðinn á Íslandi. Lögð fram
til kynningar.
7. Framtíðarsýn Reykjaneshafnar. (2018010289)
Stjórn Reykjaneshafnar, hafnarstjóri, starfsmenn hafnarinnar og skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hafa frá haustdögum unnið að skýrslu um starfsemi Reykjaneshafnar og líklega þróun þeirra starfsemi á komandi árum. Skýrslan ber heitið Reykjaneshöfn – Framtíðarsýn komandi 10 ára. Lagt fram til kynningar.
8. Atvinnumálakönnun. (2018010297)
Atvinnumálakönnun Reykjanesbæjar í október 2017. Könnunin er unnin í samstarfi Reykjaneshafnar og Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja en framkvæmdaraðili hennar var MMR. Um sambærilega könnun er að ræða og unnin var af sömu aðilum 2013 og 2014 með þeirri breytingu að nú var könnunin gerð meðal allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum en fyrri kannanir snéru aðeins að Reykjanesbæ. Lagt fram til kynningar.
9. Síldarvinnslan hf. (2018010309)
Tölvupóstur frá Síldarvinnslunni hf. í Helguvík dags. 22.01.18 þar sem óskað er eftir umsögn Reykjaneshafnar vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju hennar í Helguvík. Lögð var fram eftirfarandi bókun: „Vigtun afla inn í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Helguvík felst í miklu mangi af uppsjávarafla sem fer í gegnum flæðivogir, en Reykjaneshöfn hefur ekki yfir slíkri vigtaraðstöðu að ræða. Reykjaneshöfn gerir því ekki athugasemd við að Síldarvinnslan hf. í Helguvík fái endurnýjað heimavigtunarleyfi“. Samþykkt samhljóða.
10. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
11. Önnur mál. (2018010287)
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2018.