215. fundur

27.03.2018 00:00

215. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn þriðjudaginn 27. mars 2018 kl. 18:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

Dagskrá

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2017. (2017120185)
Á fundinn mætti Theodór S Sigurbergsson löggiltur endurskoðandi Reykjaneshafnar ásamt hjá Grant Thornton endurskoðun ehf. ásamt endurskoðandanum Sturla Jónssyni. Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2017 lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda hafnarinnar. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings er eftirfarandi:

Rekstrartekjur kr. 371.542.258.-
Rekstrargjöld kr. (260.444.350.-)
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti kr. 111.097.908.-
Varúðarniðurfærsla viðskiptakrafna kr. (186.460.688.-)
Afskriftir mannvirkja og annarra eigna kr. (49.281.753.-)
Fjármagnsliðir kr. (530.666.938.-)
Tap ársins kr. (655.301.471.-)

 

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir ársreikninginn og vísar ársreikningum til samþykkis á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

2. Ársyfirlit Reykjaneshafnar 2017. (2018030391)
Ársyfirlit Reykjaneshafnar vegna ársins 2017 lagt fram þar sem gerð er grein fyrir helstu þáttum í starfsemi hafnarinnar á síðasta ári. Lagt fram til kynningar.

3. Umboð vegna umsýslu fasteigna Reykjaneshafnar. (2018030392)
Lagt fram umboð til handa Halldór Karli Hermannssyni hafnarstjóra vegna umsýslu fasteigna Reykjaneshafnar. Samþykkt samhljóða.

4. Lóðir Reykjaneshafnar. (2018030077)

a. Hólmbergsbraut 9. Lögð fram lóðarumsókn S3 Fasteignarfélag ehf. um lóðina Hólmbergsbraut 9 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti lóðarumsóknina á fundi sínum þann 12. mars s.l. Með hliðsjón af því er lagt til að umsóknin verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

b. Selvík 23. Lögð fram lóðarumsókn Airport City ehf.. um lóðina Selvík 23 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði lóðarumsókninni á fundi sínum þann 12. mars s.l. Lagt er til að óskað verði eftir nánari rökstuðningi fyrir afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði áður en umsóknin er tekin til afgreiðslu hjá stjórn hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

c. Hvalvík 14. Lagðar fram lóðarumsóknir frá annars vegar Airport City ehf. og hins vegar K 16 ehf. um lóðina Hvalvík 14 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði lóðarumsókninni á fundi sínum þann 12. mars s.l. Lagt er til að óskað verði eftir nánari rökstuðningi fyrir afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði áður en umsóknin er tekin til afgreiðslu hjá stjórn hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

5. Fiskistofa. (2018010283)
Bréf Fiskistofu dags. 15.03.18 þar sem tilkynnt er um endurnýjun heimavigtunarleyfis til handa Síldarvinnslunni hf. í Helguvík. Lagt fram til kynningar.

6. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

7. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. apríl 2018.