218. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 28. júní 2018 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
Hjörtur Magnús Guðbjartsson sem lengst hefur setið í Stjórn Reykjaneshafnar setti fund og bauð nýja stjórnarmenn velkomna.
DAGSKRÁ
1. Stjórn Reykjaneshafnar. (2018060241)
Hjörtur las upp bréf dags. 26. júní frá Reykjanesbæ um skipun í Stjórn Reykjaneshafnar kjörtímabilið 2018-2022 en hún er skipuð eftirtöldum aðilum:
Aðalmenn: Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S), Hanna Björg Konráðsdóttir (D), Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y), Sigurður Guðjónsson (B) og Úlfar Guðmundsson (M).
Varamenn: Annel Jón Þorkelsson (M), Bjarki Már Viðarsson (D), Hrafn Ásgeirsson (Y), Íris Ósk Ólafsdóttir (S) og Jón Halldór Sigurðsson (B).
Tillaga var gerð um að formaður stjórnar yrði Hjörtur M Guðbjartsson. Samþykkt samhljóða.
Tillaga var gerð um að varaformaður stjórnar yrði Hanna B Konráðsdóttir. Samþykkt samhljóða.
2. Fjármál Reykjaneshafnar. (2018020112)
Tölvupóstur frá Reykjanesbæ, dags. 16.05.18., þar sem fram koma að fyrirhuguð yfirfærsla á lóðum Reykjaneshafnar til Reykjanesbæjar yrði verðmetin á 4,6 milljarða. Lagt fram til kynningar.
3. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (2018020111)
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 34.000.000 kr. til 6 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Samþykkt samhljóða.
4. Lóðir Reykjaneshafnar. (2018030077)
a. Fuglavík 20. Tölvupóstur, dags. 19.06.18, frá S3 Fasteignarfélag ehf. þar sem félagið afsalar sér úthlutun lóðarinnar Fuglavík 20 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík . Lagt fram til kynningar.
b. Hólmbergsbraut 9. Tölvupóstur, dags. 19.06.18, frá S3 Fasteignarfélag ehf. þar sem félagið afsalar sér úthlutun lóðarinnar Hólmbergsbraut 9 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Lagt fram til kynningar.
c. Bréf umhverfis- og skipulagráðs Reykjanesbæjar (USK) dags. 16.05.18. Reykjaneshöfn sendi umhverfis- og skipulagsráði bréf dags. 25.04.18 með ósk um rökstuðning á höfnun lóðarumsókna annarsvegar um Hvalvík 14 og hinsvegar um Selvík 23 á 208. fundi ráðsins þann 13. mars s.l. Í bréfi USK kom eftirfarandi fram: Sótt var um lóðirnar Selvík 23 og Hvalvík 14 til þess að reka þar gagnaver. Eins og kemur fram í aðalskipulagi, þá er stefna Reykjanesbæjar sú að gagnaverum sé komið fyrir við Sjónarhól eða Vogshól. Það svæði var sérstaklega útbúið fyrir slíka starfsemi. Reynslan hefur sýnt að full ástæða er til að hvika ekki frá þeirri stefnu vegna þess að töluverður hávaði eða hvinur berst frá þessari starfsemi. Hvinurinn er undir viðmiðunarmörkum heilbrigðisreglugerðar og skilmálum skipulags en virkar truflandi fyrir íbúa í Tjarnahverfi en unnið er að úrbótum. Þar sem lóðirnar við Hvalvík og Selvík eru í sambærilegri fjarlægð frá íbúðabyggð og lóðirnar við Sjónarhól, utan að umferðarhávaði frá Reykjanesbraut skermar ekki hvininn, leggst umhverfis- og skipulagsráð gegn því að sambærilegri starfsemi sé komið fyrir víðar í bæjarfélaginu en nú er, nema önnur og hljóðlátari kælitækni komi til.
d. Selvík 23. Lögð fram lóðarumsókn Airport City ehf. um lóðina Selvík 23 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar (USK) hafnaði lóðarumsókninni á fundi sínum þann 12. mars s.l., sjá lið c. hér að undan. Með hliðsjón af afgreiðslu USK er lagt til að umsókninni sé hafnað. Samþykkt samhljóða.
e. Hvalvík 14. Lagðar fram lóðarumsóknir frá annars vegar Airport City ehf. og hins vegar K 16 ehf. um lóðina Hvalvík 14 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar (USK) hafnaði lóðarumsókninni á fundi sínum þann 12. mars s.l., sjá lið c. hér að undan. Með hliðsjón af afgreiðslu USK er lagt til að umsóknunum sé hafnað. Samþykkt samhljóða.
f. Berghólabraut 6. Lögð fram lóðarumsókn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja slf. um lóðina Berghólabraut 6 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Lagt er til að afgreiðslu verði frestað og hafnarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið. Samþykkt samhljóða.
g. Brekkustígur 44. Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Brekkustígs 44 þar sem fyrri lóðarleigusamningur er ekki í samræmi við raunstærð lóðarinnar. Samþykktur samhljóða og hafnarstjóra falið að undirrita samninginn.
5. Hafnasamband Íslands. (2018010284)
a. Fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Lögð fram til kynningar.
b. Tölvupóstur, dags. 18.06.18, þar sem upplýst er að hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands ásamt málþingi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands verður dagana 24.-25. október n.k. Lagt fram til kynningar.
6. Cruise Iceland. (2018060240)
Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir markmið og samþykktir Cruise Iceland ásamt þeim ávinning sem felst að taka þátt í þeim samtökum. Lagt er til að Reykjaneshöfn sæki um aðild að samtökunum Cruise Iceland. Samþykkt samhljóða og hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
7. Íslenski sjávarklasinn. (2018010285)
Skýrsla um starfsemi Sjávarklasans janúar-júní 2018. Lögð fram til kynningar.
8. Vegagerðin – siglingarsvið. (2017060264)
Bréf dags. 07.06.18 sem hafnarstjóri sendi f.h. Reykjaneshafnar til Vegagerðarinnar með ósk um styrk á samgönguáætlun til dýpkunar og endurbóta á Njarðvíkurhöfn. Lagt fram til kynningar.
9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
10. Önnur mál. (2018010287)
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 5. júlí 2018.