219. fundur

16.08.2018 00:00

219. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 16. ágúst 2018 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður, Bjarki Már Viðarsson varamaður, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2018040283)
Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar um yfirfærslu lands á iðnaðarsvæðinu í Helguvík frá Reykjaneshöfn til Reykjanesbæjar. Lagt er til að hafnarstjóra verði falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og á grundvelli viðkomandi samningsdraga. Samþykkt samhljóða.

Lagður fram undirritaður lánasamningur til 40 ára milli Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar að upphæð tæpir 3,3 milljarðar króna. Lánasamningurinn er til greiðslu á eftirstöðum skuldar Reykjaneshafnar við Reykjanesbæ 1. janúar s.l. að teknu tilliti til greiðslu vegna yfirfærslu lands á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og til greiðslu á uppgreiðslu Reykjanesbæjar á skuld Reykjaneshafnar í febrúar 2018 við annars vegar Íslandsbanka og hins vegar við Landsbankann. Samningurinn var undirritaður af hafnarstjóra þriðja ágúst s.l. með fyrirvara um samþykki Stjórnar Reykjaneshafnar. Lagt er til að lánasamningurinn verði samþykktur. Samþykkt samhljóða.

2. Umhverfisstofnun. (2018080174)
Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 22.06.18, um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Lagt fram til kynningar.

3. Vegagerðin. (2018070217)
Bréf Vegagerðarinnar, dags. 19.07.18, með fyrirspurn um fjármál Reykjaneshafnar. Lagt er til að hafnarstjóra verði falið að svara erindinu í samræmi við umræðuna á fundinum. Samþykkt samhljóða.

4. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

5. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. ágúst 2018.