223. fundur

22.11.2018 00:00

223. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 22. nóvember 2018 kl. 17:30 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (201802112)

Bréf Reykjaneshafnar dags. 22.10.2018 til Reykjanesbæjar með ósk um framlag til reksturs Reykjaneshafnar 2018. Tölvupóstur frá Reykjanesbæ dags. 07.11.2018 þar sem samþykkt er framlag til Reykjaneshafnar um allt að 200 milljónum króna með fyrirvara um samþykki ráðherra í samræmi við 3. mgr. 18. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Lagt fram til kynningar.

2. Fjárhagsáætlun ársins 2019. (2018090250)

Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2019 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar er í samræmi við aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar og stofnanna hans vegna áranna 2019-2022 og byggir á þeim forsendum sem þar eru til grundvallar. Lagt er til að fjárhagsáætlun ársins 2019 ásamt áætlun vegna áranna 2020-2022 verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

3. Starfsáætlun ársins 2019. (2018100168)

Hafnarstjóri kynnti drög að starfsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2019 og lagði til að hún yrði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

4. Hafnarsamband Íslands. (2018010284)

Fundargerðir 406 og 407 funda stjórnar Hafnarsambands Íslands. Lagðar fram til kynningar.

5. Hafnarsambandsþing 2018. (2018110226)

Hafnasambandsþing aðildarhafna Hafnasambands Íslands var haldið 25. og 26. október s.l. Tveir fulltrúar Reykjaneshafnar voru kjörnir til ábyrgðarstarfa á þinginu, Hanna Björg Konráðsdóttir í stjórn og Kolbrún Jóna Pétursdóttir varaskoðunarmaður. Fulltrúar Reykjaneshafnar sóttu þingið og var farið yfir það helsta sem þar kom fram.

6. Royal Iceland hf. (2018090248)

Hafnarstjóri fór yfir skammtímaleigusamning við Royal Iceland hf. um afnot þeirra af lóðinni Hafnarbakki 4 og lagði til að hann yrði samþykktur. Samþykkt samhljóða.

7. Fiskistofa. (2018010283)

Bréf Fiskistofu dags. 14.11.2018 þar sem fram kemur að hlutur Reykjaneshafnar af sérstöku gjaldi sem Fiskistofa innheimti af strandveiðibátum s.l. sumar væri kr. 27.831.-.

8. Ms. Fjordvik. (2018110027)

Ms. Fjordvik strandaði í sjóvarnargarði Helguvíkurhafnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember s.l. Allir skipverjar náðust heilir í land og ekkert umhverfistjón varð. Björgunaraðgerðir tókust í alla staði mjög vel og var skipið dregið af strandstað að kvöldi föstudagsins 9. nóvember s.l. Farið var yfir aðdragandann að strandinu og þær aðgerðir sem fóru fram eftir það. Eftirfarandi bókun var lögð fram: „Stjórn Reykjaneshafnar þakkar öllum starfsmönnum Reykjaneshafnar og þeim aðilum, íslenskum sem erlendum, sem lögðu hönd á plóg við björgunaraðgerðina inn við Helguvíkurhöfn eftir strand ms. Fjordvik þann 3. nóvember s.l. Aðstæður voru erfiðar og aðdáunarvert hve markvisst og vel var staðið að öllum þáttum aðgerðarinnar frá upphafi til enda.“ Samþykkt samhljóða.

9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

10. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. desember 2018.