230. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður, Bjarki Már Viðarsson varamaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2019051175)
Hafnarstjóri fór yfir rekstur Reykjaneshafnar fyrstu fjóra mánuði ársins.
2. Starfsmannamál. (2019060286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í starfsmannahaldi og vinnufyrirkomulagi hafnarinnar sem er í grunnin frá 1997. Lagt er til að hafnarstjóri kynni hugmyndir um breytingu á stöðugildum og vinnufyrirkomulagi hjá Reykjaneshöfn á næsta formlega fundi stjórnar í ágúst n.k. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn
Skipurit Reykjaneshafnar
3. Siglingaráð. (2019060287)
Fundargerðir Siglingaráðs nr. 10, 11, 12, 13 og 14. Lagðar fram til kynningar.
Fylgigögn
Fundur Siglingaráðs 8. nóvember 2018
Fundur Siglingaráðs 13. desember 2018
Fundur Siglingaráðs 10. janúar 2019
Fundur Siglingaráðs 7. febrúar 2019
Fundur Siglingaráðs 7. mars 2019
4. Hafnarsamband Íslands. (2019051158)
Fundargerðir 412. og 413. funda stjórnar Hafnasambands Íslands. Lagðar fram til kynningar.
Fylgigögn
Fundargerð 412 Hafnarsambands Íslands
Fundargerð 413 Hafnarsamband Íslands
5. Kristiansand – heimsókn 26.-30. maí 2019. (2019050829)
Skýrsla um heimsókn sjö lykilstarfsmanna Reykjanesbæjar til Kristiansand í Noregi dagana 26.-30. maí s.l. Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn
Kristiansand samantekt
6. Skemmtiferðarskip. (2019060288)
Hafnarstjóri fór yfir þá vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við markaðssetningu á höfninni gagnvart smærri skemmtiferðaskipum ásamt næstu skrefum í þeirri vinnu.
Fylgigögn
Skemmtiferðarskip, Seatrade Europe 11-13 september 2019
7. Samgönguáætlun 2020-2024. (2019051353)
Bréf dags. 06.05.2019 frá Vegagerðinni þar sem sem fram kom að tillögur um ríkisstuðning til verkefna á samgönguáætlun þurfi að berst Vegagerðinni fyrir 31. maí 2019. Hafnarstjóri fór yfir innsendar tillögur Reykjaneshafnar.
Fylgigögn
Bréf til hafnarsjóða sveitarfélaga
8. Samtök atvinnurekenda á Suðurnesjum (SAR). (2019060289)
Fundargerð SAR frá 24.04.2019 og Framvinduskýrsla frá apríl 2019. Lagt fram til kynningar.
9. Motus. (2019060290)
Yfirlit dags. 15.05.2019 um stöðu og þróun innheimtukrafna Reykjaneshafnar sem eru í innheimtu hjá Motus. Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn
Fundargerð Reykjaneshöfn 15. maí 2019
Reykjaneshöfn – fundur 15. maí 2019
10. Aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum. (2019060291)
Skýrslan Aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum – með áherslu á raftengingu til skipa í höfnum. Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn
Aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum
11. Hundagerði (2019060292)
Tölvupóstur dags. 13.06.2019 frá umhverfissviði Reykjanesbæjar þar sem kynntar eru hugmyndir að tilraunaverkefni um hundagerði innan skilgreinds hafnarsvæðis smábátahafnarinnar í Gróf. Óskað er eftir heimili Reykjaneshafnar fyrir þessari tilraun. Lagt er til að Reykjaneshöfn samþykki fyrir sitt leiti viðkomandi tilraunaverkefni. Samþykkt með fjórum atkvæðum, Sigurður Guðjónsson greiddi atkvæði á móti. Sigurður Guðjónsson lagði fram eftirfarandi bókun: Ég get ekki greitt þessari staðsetningu atkvæði mitt því ég tel að aðrar staðsetningar væru heillavænlegri.
12. Sindraport hf. (2019060293)
Bréf dags. 06.06.2019 frá Sindraport hf. þar sem er óskað eftir aðstöðu á skilgreindu svæði innan landsvæðis Reykjaneshafnar í Helguvík. Fram kom hjá hafnarstjóra að viðkomandi svæði væri þegar ráðstafað. Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins og hafnarstjóri fari yfir málið með fulltrúum Sindraports hf. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn
Bréf frá Sindraport hf
13. Samband íslenskra sveitarfélaga. (2019060294)
Bréf dags. 17.04.2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að lög nr. 120/2016 um opinber innkaup taki að fullu gildi þann 31. maí 2019. Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn
Opinber innkaup
14. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2019051182)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
15. Önnur mál. (2019051178)
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 27. júní 2019.