231. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn mánudaginn 22. júlí 2019 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
DAGSKRÁ
1. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (2019051152)
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.
2. Togarinn Orlik. (2019070172)
Hafnarstjóri fór yfir nýjustu stöðu mála varðandi togarann Orlik í Njarðvíkurhöfn. Eftirfarandi var lagt fram: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið gaf Skipasmíðastöð Njarðvíkur s.l. föstudag undaþágu á starfsleyfi sínu til niðurrifs á togaranum Orlik út frá ákveðnum forsendum. Í gær, sunnudaginn 21. júlí, var togarinn nærri sokkinn við bryggjuna í Njarðvík vegna bráðaleka en með snarræði var hægt að koma í veg fyrir það. Sú uppákoma sýnir hversu bágborið ástand togarans er og að skjótra viðbragða er þörf. Stjórn Reykjaneshafnar hvetur alla hlutaðeigandi að vinna hratt og vel að framgangi málsins þannig að það leysist farsællega.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Fundur vegna skipsins Orlik í Njarðvíkurhöfn - fundargerð
Tölvupóstur hafnarstjóra 09.07.2019
Tölvupóstur Skipulagsstofnunar 10.07.2019
Niðurrif á togaranum Orlik - matsskyldufyrirspurn
Áhættumat og viðbragðsáætlun vegna niðurrifs Orlik
Umsögn skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar
Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 19.07.2019
3. Hafnarbakki 5. (2019070204)
Hafnastjóri kynnti kaupsamning milli Reykjaneshafnar annars vegar og Royal Iceland hf. hins vegar varðandi kaup þess síðarnefnda á fasteigninni Hafnarbakki 5. Lagt er til að hafnarstjóri gangi frá kaupsamningi og afsali vegna kaupanna á grundvelli fyrirliggjandi draga.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Kaupsamningur og afsal - drög 09.07.2019
4. Sindraport hf. (2019060293)
Bréf dags. 06.06.2019 frá Sindraporti hf. þar sem er óskað eftir aðstöðu á skilgreindu svæði innan landsvæðis Reykjaneshafnar í Helguvík. Bréfið var til umræðu á 230. fundi stjórnar en afgreiðslu þess var frestað. Hafnarstjóri fór yfir fund sem hann átti með aðstandendum bréfsins miðvikudaginn 25. júní s.l. en þar kom fram að að viðkomandi svæði væri þegar ráðstafað. Lagt er til að viðkomandi ósk um aðstöðu verði hafnað.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Bréf Sindraports 06.06.2019
5. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2019051182)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
6. Önnur mál. (2019051178)
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 25. júlí 2019.