232. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 29. ágúst 2019 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Fjármál Reykjaneshafnar (2019051175)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.
2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 (2019080704)
Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2020.
Fylgigögn:
Tímaáætlun fjárhagsáætlunarferlis
Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára
3. Starfsmannamál Reykjaneshafnar (2019060286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála er varða vinnu við vinnufyrirkomulag og starfsmannamál Reykjaneshafnar.
Fylgigögn:
Skipurit Reykjaneshafnar
4. Togarinn Orlik (2019070172)
Á fundinn mætti Unnar Steinn Bjarndal lögmaður hafnarinnar. Fóru hann og hafnarstjóri yfir drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar annars vegar og Hringrásar hf. hins vegar er tengist undirbúningsvinnu Hringrásar hf. við togarann Orlik áður en hann verður færður til niðurrifs á starfssvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Jafnfram fóru þeir yfir verk- og tímaáætlun vegna þeirrar framkvæmdar.
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi ásamt fylgiskjölum og felur hafnarstjóra að undirrita það fyrir hönd Reykjaneshafnar. Einnig lýsir Stjórn Reykjaneshafnar yfir ánægju sinni með að nú sjái fyrir endann á veru togarans í Njarðvíkurhöfn og þeim vandamálum sem honum fylgja.
Samþykkt samhljóða.
5. Reykjanes UNESCO Global Geopark (2019080705)
Hafnarstjóri kynnti hugmyndina sem lægi til grundvallar því að vera samstarfsaðili Reykjanes UNESCO Global Geopark og þann ávinning sem Reykjaneshöfn gæti hlotið af því að verða viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki.
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að óska eftir því við Reykjanes UNESCO Global Geopark (RUGGP) að Reykjaneshöfn gerist samstarfsaðili RUGGP og fái þar með að nota merki RUGGP í markaðssetningu Reykjaneshafnar.
Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki - kynning
Viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki - upplýsingar
Samningsfyrirmynd
6. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2019051182)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
7. Önnur mál (2019051178)
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2019.