234. fundur

24.10.2019 17:00

234. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 24. október 2019 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2019051175)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál hafnarinnar.

2. Starfsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 (2019100344)

Hafnarstjóri kynnti drög að starfsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2020 og lagði til að hún yrði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Starfsáætlun 2020

3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 – Viðauki 1 (2019100345)

Eftirfarandi var lagt fram: Í fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2019 eru tilgreindar í rekstrarreikningi óreglulegar tekjur upp á 408 milljónir króna. Þar sem fyrir liggur að þessar tekjur skila sér ekki á þessu fjárhagsári þá er lagt til að væntar tekjur séu færðar niður í 0 krónur og viðkomandi fjárhagslyklar leiðréttir í samræmi við það. Áætluð rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2019 breytist því í framhaldinu úr því að vera jákvæð upp á kr. 213.951.000.- í það að vera neikvæð um kr. 194.049.000.- og er viðkomandi tap fært til lækkunar á eigin fé hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Viðaukaáætlun 1 - 2019

4. Starfsmannamál Reykjaneshafnar (2019060286)

Hafnarstjóri fór yfir nýtt skipurit fyrir Reykjaneshöfn sem tekur gildi 1. nóvember n.k. Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Skipurit Reykjaneshafnar

5. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (2019051152)

Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 20.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.

6. Hafnasamband Íslands (2019051158)

Fundargerð 415. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 26.09.2019. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

415. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands
Samstarfshópur hafnsögumanna og skipstjóra

7. Siglingaráð (2019060287)

Fundargerðir 14. fundar Siglingaráðs frá 07.03.2019. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

17. fundur Siglingaráðs

8. Hafnarbraut 2 (2019090577)

Fyrirliggjandi er kaupsamningur dags. 10.10.2019 um fasteignina Hafnarbraut 2, fnr. 209-3345, að upphæð kr. 21.000.000.- en Reykjaneshöfn hefur forkaupsrétt að eigninni. Lagt er til að Reykjaneshöfn falli frá forkaupsrétti vegna ofangreinds kaupsamnings. Samþykkt samhljóða.

9.  Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2019051182)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.

10. Önnur mál (2019051178)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:48. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.