238.fundur

20.02.2020 17:00

238. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2020010192)

Hafnarstjóri fór yfir ýmislegt er snýr að fjármálum hafnarinnar sem og hver staðan væri á vinnu við að endurfjármagna langtímaskuldir hafnarinnar sem samþykkt var að fara í á 237. fundi stjórnarinnar. Lagt er til að hafnarstjóra sé veitt heimild að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. til að mæta fjárþörf til greiðslu afborganna á skuldbindingum gagnvart sjóðnum meðan vinnan við endurfjármögnun þeirra skuldbindinga stendur yfir.

Samþykkt samhljóða.

2. Landlæknisembættið (2020021401)

Hafnarstjóri sagði frá símafundi sem hann átti ásamt fulltrúum annarra hafna á landinu með heilbrigðisyfirvöldum vegna möguleika á heimsfaraldri COVID-19. Jafnframt fór hann yfir erindi frá Hafnasamband Íslands og Alþjóðasiglingamálastofnunin varðandi viðbrögð hafna í tengslum við veiruna.

Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Koronaveira plakat
Circular Letter
Koronasmit og sóttvarnaráætlun

3. Hafnasamband Íslands (2020021399)

Fundargerð 419. fundar Hafnasambands Íslands dags. 20.01.20.

Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 419 Hafnarsambandsins

4. Siglingaráð (2020021400)

Fundargerð 20. fundar Siglingaráðs dags. 07.11.20. 

Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 20. fundar Siglingaráðs

5. Ellert Skúlason ehf. (2020010193)

Reykjaneshöfn hefur opnað á möguleika fyrir lögaðila fyrir efnisvinnslu jarðefnis á hafnarsvæðinu í Helguvík gegn ákveðnum skilyrðum. Hafnarstjóri kynnti samning við Ellert Skúlason ehf. varðandi slíka vinnslu. Lagt er til fyrirliggjandi samningur verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

6. Samtök atvinnurekenda á Suðurnesjum (SAR) (2020021402)

Gögn frá hádegisverðarfundi SAR sem fram fór 30. janúar s.l. þar sem rædd voru málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og frá erindi Ragnhildar Geirsdóttur um flugstefnu Íslands sem fram fór 20. janúar s.l.

Lögð fram til kynningar.

7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2020010195)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

8. Önnur mál (2020010196)

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2020