239. fundur

12.03.2020 17:00

239. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2019 (2019110195)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í vinnu við ársreikning Reykjaneshafnar vegna ársins 2019.

2. 583. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar – dagskrárliður 6 (2020030106)

Tölvupóstur dags. 10.03.2020 frá Reykjanesbæ þar sem fram kemur að bókuð var fyrirspurn á 583. fundi bæjarstjórnar þann 3. mars s.l. frá Margréti Þórarinsdóttur bæjarfulltrúa til stjórnar Reykjaneshafnar í 8. liðum með ósk um að þeim yrði svarað sem fyrst. Eftirfarandi var lagt fram: Vinnu við ársreikning Reykjaneshafnar vegna ársins 2019 er að ljúka. Hluti þeirra svara sem óskað er eftir byggjast á uppgjöri ársins 2019 og verður því ekki svarað fyrr en þeirri vinnu lýkur. Hafnarstjóra er falið að undirbúa svar stjórnar og leggja fyrir stjórn þegar allar upplýsingar vegna þess liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Bókun Miðflokks á 583. fundi bæjarstjórnar 

3. COVID 19 (2020021401)

Hafnarstjóri sagði frá fundi sem hann sat s.l. föstudag 6. mars með heilbrigðis- og almannavarnaryfirvöldum ásamt fulltrúum annarra hafna og umboðsmanni skipa. Á fundinum var farið yfir leiðbeiningar sem yfirvöld hafa samið um verklag sem höfnum og umboðsmönnum ber að viðhafa í samskiptum og móttöku skipa meðan núverandi ástand vegna COVID 19 varir. Á fundinum kynnti einnig fulltrúi Faxaflóahafna verklag Faxaflóahafna sem byggir á verklagi heilbrigðisyfirvalda en hefur verið útfært nánar niður á störf hafnarstarfsmanna. Hafnarstjóri upplýsti að viðkomandi verklag Faxaflóahafna væri núna viðhaft hjá Reykjaneshöfn.

Fylgigögn:

Leiðbeiningar fyrir hafnir og skip vegna COVID-19

4. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

a) Um miðjan febrúar s.l. gerði mikið óveður sem olli skemmdum á sjóvörn hafnarmannvirkja hjá Reykjaneshöfn. Úttektir hafa vera gerðar á viðgerðarþörf og kostnaði þeim samfara, annars vegar úttekt unnin af Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. og hins vegar Portum verkfræðistofu ehf. Jafnframt hafa fulltrúar hafnadeildar mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar skoðað aðstæður. Fyrir liggur eftir þessar úttektir að annar sjóvarnargarðurinn við smábátahöfnina í Gróf hefur skemmst verulega og þarfnast endurbóta. Hafnarstjóri upplýsti að hafnadeild Vegagerðarinnar hefur hafið undirbúning að þeim endurbótum og búast megi við stuðningi úr Hafnabótasjóði því tengdu. Aðrar skemmdir á hafnarmannvirkjum eru óverulegar og þurfa ekki viðgerðar að svo stöddu.

b) Í samgönguáætlun 2019-2023 er stuðningur við stækkun viðlegukants á Norðurbakka Helguvíkurhafnar um 60m og hófst undirbúningur þeirrar stækkunar á síðasta ári. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar telur rétt að framkvæmdir við stækkun viðlegukants á Norðurbakka Helguvíkurhafnar um 60m til vesturs haldi áfram sem fyrst og felur hafnarstjóra að ræða við Vegagerðina um tilhögun framkvæmda. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Samgönguáætlun 2019 - 2023 - Helguvíkurhöfn og Njarðvíkurhöfn

5. Hafnasamband Íslands (2020021399)

Fundargerð 420. fundar Hafnasambands Íslands dags. 26.02.20. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 420. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

6. Siglingaráð (2020021400)

Fundargerð 21. fundar Siglingaráðs dags. 05.12.19. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 21. fundar Siglingaráðs

7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2020010195)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2020.