240. fundur

16.04.2020 17:00

240. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2020 kl. 17:00. Fundurinn var fjarfundur.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2019 (2019110195)

Á fundinn mættu frá Grant Thornton endurskoðun ehf. Theodór S Sigurbergsson og Sturla Jónsson löggiltir endurskoðendur Reykjaneshafnar. Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2019 var lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda hafnarinnar. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi:

Rekstrartekjur...................................................... kr. 270.138.086.-
Rekstrargjöld........................................................ kr. 170.853.303.-
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti............... kr. 99.284.783.-
Afskriftir mannvirkja og annarra eigna... kr. -43.712.592.-
Fjármagnsliðir...................................................... kr. -55.257.629.-
Hagnaður ársins.................................................. kr. 314.562.-

Lagt er til að stjórn Reykjaneshafnar samþykki ársreikninginn og vísi ársreikningnum til samþykkis á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Samþykkt samhljóða.

2. Ársyfirlit Reykjaneshafnar 2019 (2020040070)

Ársyfirlit yfir starfsemi Reykjaneshafnar 2019. Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Ársyfirlit Reykjaneshafnar 2019

3. Lánasjóður sveitarfélaga (2020040161)

Á 237. fundi stjórnar Reykjaneshafnar þann 16. janúar s.l. var samþykkt að hefja vinnu við endurfjármögnun á hluta af langtímaskuldum Reykjaneshafnar til að létta greiðslubyrði hafnarinnar til framtíðar. Náðst hefur samkomulag við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. um endurfjármögnun á lánum hjá lánasjóðnum og létta þar með umtalsvert árlega greiðslubyrði hafnarinnar á komandi árum. Fyrir fundinum liggja tveir lánasamningar sem endurfjármagna 72% af skuldum Reykjaneshafnar hjá lánasjóðnum.

a) Lánasamningur LSS nr. 2004_29 til endurfjármögnunar á eftirfarandi lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.: 0702023, 1410047, 1505017, 1511035 og 1604013. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 231.111.673.- kr. og að útgreiðslufjárhæð 251.000.000.- kr. til 35 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem falla undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Samþykkt samhljóða.

b) Lánasamningur LSS nr. 2004_30 til endurfjármögnunar á eftirfarandi lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.: 904039, 909044, 1006016, 1010042, 1105015, 1111034, 1205014, 1304023, 1311047, 1402003, 1602007, 1607032, 1611045, 1701005 og 1704015. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 340.123.420.- kr. og að útgreiðslufjárhæð 380.000.000.- kr. til 35 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem falla undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Samþykkt samhljóða.

4. Samþykkt fyrir Reykjaneshöfn (2020040160)

Samþykkt fyrir Reykjaneshöfn er til endurskoðunar en núverandi samþykkt er frá árinu 2005. Fyrir liggja tillögur að breytingum á samþykktinni. Lagt er til að viðkomandi tillögur verði samþykktar. Samþykkt samhljóða.

5. Hafnamannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Eftirfarandi var lagt fram: Mikil óvissa er uppi í þjóðfélaginu og í heiminum öllum um þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID 19. Þessi óvissa hefur valdið rekstrarerfiðleikum hjá mörgum fyrirtækjum hér á landi sem brugðist hafa m.a. við með uppsögnum á starfsfólki. Atvinnuleysi á landinu hefur því stóraukist síðasta mánuðinn, sérstaklega hér á Suðurnesjum. Stefnir í að atvinnuleysi hér á Suðurnesjum nái sögulegum hæðum á næstu vikum og er nauðsynlegt fyrir samfélagið að sporna við þeirri þróun, m.a. með framkvæmdum sem skapa störf tímabundið og til lengri tíma.

Ýmis verkefni hafa verið í undirbúningi í höfnum Reykjaneshafnar sem skapa bæði störf á framkvæmdatíma sem og til lengri tíma. Í Helguvíkurhöfn hefur staðið yfir undirbúningur að hafnaraðstöðu sem m.a. skapar mikil tækifæri til atvinnusköpunar í samspili við starfsemi Keflavíkurflugvallar. Jafnframt myndi sú hafnaraðstaða styðja við öryggishlutverk Íslands á Norðurslóðum og skapa möguleika til meiri uppbyggingar á því sviði.

Í Njarðvíkurhöfn hafa verið í undirbúningi lagfæringar á núverandi hafnaraðstöðu sem fælu í sér aukna möguleika fyrirtækja sem þar starfa til að bæta í starfsemi sína, bæði verkefnalega og í fjölgun starfa. Samhliða þeirri uppbyggingu skapast við þær hafnarframkvæmdir möguleikar fyrir nýja starfsemi á svæðinu.

Þessi verkefni eru atvinnuskapandi, bæði á framkvæmdatíma og til lengri tíma. Reykjaneshöfn er tilbúin til framkvæmda strax og að leggja þar með sitt af mörkum til að spyrna við fyrirsjáanlegri þróun mála gegn því að aðrir opinberir aðilar leggi framkvæmdunum það lið sem þarf. Reykjaneshöfn skorar því á ríkisstjórn Íslands að leggja þessum verkefnum lið svo hefja megi framkvæmdir sem allra fyrst til að sporna gegn atvinnuleysi á svæðinu sem nú þegar er orðið yfir 15% og stefnir hærra. Samþykkt samhljóða.

6. Thorsil ehf. (2019060173)

Málinu frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2020.