241. fundur

14.05.2020 17:00

241. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 17:00 í bíósal DUUS safnhúsa að Duusgötu 2-8, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Jón Már Sverrisson varamaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2020010192)

Hafnarstjóri fór yfir ýmislegt er snýr að fjármálum hafnarinnar.

2. Hafnamannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir hugmyndir varðandi uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn. Eftirfarandi var lagt fram: Fyrirliggjandi er viðskiptaáætlun í tengslum við uppbyggingu skjólvarnargarðs í Njarðvíkurhöfn. Lagt er til að hafnarstjóri sendi inn viðkomandi viðskiptaáætlun til Vegagerðarinnar með ósk um mótframlag úr ríkissjóði á grundvelli Hafnarlaga nr. 61/2003. Samþykkt samhljóða.

3. Lóðir Reykjaneshafnar (2020050255)

Fitjabraut 5. Lagður fram lóðarleigusamningur vegna lóðarinnar Fitjabraut 5 frá 19. janúar 2006. Lagt er til að hafnarstjóra verði falið að afturkalla lóðarleigusamninginn á grundvelli 7. greinar samningsins. Samþykkt samhljóða.
Fitjabraut 7. Lagður fram lóðarleigusamningur vegna lóðarinnar Fitjabraut 7 frá 19. janúar 2006. Lagt er til að hafnarstjóra verði falið að afturkalla lóðarleigusamninginn á grundvelli 7. greinar samningsins. Samþykkt samhljóða.

4. Hafnasamband Íslands (2020021399)

Fundargerð 421. fundar Hafnasambands Íslands dags. 20.03.20. Lögð fram til kynningar.
Fundargerð 422. fundar Hafnasambands Íslands dags. 27.04.20. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 421. fundar Hafnasambands Íslands 20. mars 2020.
Fundargerð 422. fundar Hafnasambands Íslands 27. apríl 2020.

5. Siglingaráð. (2020021400)

Fundargerð 22. fundar Siglingaráðs dags. 06.02.20. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 22. fundar Siglingaráðs 6. febrúar 2020.

6. Thorsil ehf. (2019060173)

Farið var yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða uppbyggingu Thorsil ehf. á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Eftirfarandi var lagt fram: Þann 11. apríl 2014 var undirritaður lóðar- og hafnarsamningur milli Reykjaneshafnar annars vegar og Thorsil ehf. hins vegar um uppbyggingu kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík, en í samningum fólst m.a. að Reykjaneshöfn tryggði Thorsil ehf. ákveðna lóðaraðstöðu. Með þeirri uppbyggingu átti að skapast vel launuð störf á svæðinu ásamt auknum umsvifum í starfsemi Reykjaneshafnar. Nú eru liðin meira en sex ár frá þeirri undirritun og ekkert bólar á fyrirhugaðri starfsemi. Fyrirliggjandi eru samningsviðaukar aðila þar sem kveðið er á um greiðslufyrirkomulag þeirra gjalda sem inna átti af hendi á grundvelli samningsins. Í ljósi þess að greiðslur hafa ekki borist lítur Stjórn Reykjaneshafnar svo á að Thorsil ehf. hafi vanefnt samningsskyldur sínar. Á tímum óvissu og atvinnubrests er þörf á allri uppbyggingu til að vega upp á móti óheillavænlegri þróun. Stjórn Reykjaneshafnar telur óforsvaranlegt að bíða endalaust í óvissu á meðan nýir aðilar óska eftir samræðum um framtíðaruppbyggingu. Því er lagt til að hafnarstjóra verði falið að segja samningum upp í samræmi við 2. mgr. greinar 7.4 í fyrrnefndum lóðar- og hafnarsamningum frá og með n.k. mánaðarmótum. Samþykkt samhljóða.

7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2020010519)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2020.