243. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 13. ágúst 2020 kl. 17:00 í bíósal DUUS Safnahúsa að Duusgötu 2-8, 230 Reykjanesbæ
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Fjármál Reykjaneshafnar (2020010192)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.
2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2021 (2020080143)
Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2021.
Fylgigögn:
Tímaáætlun fjárhagsáætlunarferlis
3. Hafnasamband Íslands (2020021399)
Bréf Hafnasambands Íslands dags. 03.07.2020 en í bréfinu er boðað til 42. þings sambandsins dagana 24. og 25. september n.k. þar sem Reykjaneshöfn hefur rétt á fimm atkvæðabærum þingfulltrúum. Meðfylgjandi bréfinu er dagskrá þingsins. Lagt er til að fulltrúar Reykjaneshafnar sæki fundinn. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Boðun á hafnasambandsþing 2020
4. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)
Hafnarstjóri fór yfir drög að viljayfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar skipaþjónustuklasa við Njarðvíkurhöfn. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar lýsir yfir ánægju sinni með þá uppbyggingu sem stefnt er að við Njarðvíkurhöfn og fram kemur í þessari viljayfirlýsingu. Uppbygging skipaþjónustuklasa mun efla starfsemi Reykjaneshafnar og auka þjónustuframboð í hafnsækinni starfsemi á svæðinu með tilheyrandi umsvifum og atvinnu. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjaneshafnar. Samþykkt samhljóða.
5. Landslög (2020050255)
Bréf frá lögmannsstofunni Landslögum dags. 21.07.2020 er varðar annars vegar Fitjabraut 5 og 7 og hins vegar Berghólabraut 9 með ósk um viðræður þeim tengdum. Á fundinn undir þessum lið mættur Unnar S. Bjarndal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs RNB, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs RNB og Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi RNB. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs RNB að ræða við viðkomandi í samræmi við framkomna ósk um slíkar viðræður og leggja niðurstöður þeirra viðræðna fyrir stjórnina til umfjöllunar. Samþykkt samhljóða.
6. Carbfix (2020070219)
Bréf frá Carbfix dags. 16.07.2020 þar sem óskað er eftir aðstöðu til jarðfræðirannsóknar og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni við Helguvíkurhöfn. Á fundinn mættu fulltrúar Carbfix og kynntu viðkomandi verkefni. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar telur framkomið verkefni mjög áhugavert en í því felst þróun kolefnisförgunaraðferðar sem getur orðið áhrifaríkt verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum í framtíðinni. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að heimila framkvæmd verkefnisins á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar í samræmi við efni bréfsins á rannsóknartíma þess til ársins 2024 svo lengi sem framkvæmdin hafi ekki neikvæð áhrif á uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar hefur eftirlit með framkvæmdinni fyrir hönd Reykjaneshafnar og skal framkvæmdin unnin í nánu samráði við hann. Samþykkt samhljóða.
7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2020010519)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. ágúst 2020.