246. fundur

19.11.2020 17:00

246. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 2020 kl. 17:00. Fundurinn var Teams fjarfundur.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2020010192)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2021 (2020080143)

Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2021.

3. Hafnasamband Íslands (2020021399)

a. Fundargerð 428. fundar Hafnasambands Íslands frá 13.11.2020. Lögð fram til kynningar.
b. Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar frumvarp til breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Hafnasamband Íslands hefur lagt fram umsögn um drögin sem liggja fyrir á fundinum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar tekur að fullu undir þær athugasemdir og tillögur sem fram koma í umsögn Hafnasambands Íslands um frumvarp til breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Stjórn Reykjaneshafnar hvetur ráðherra samgöngumála til að horfa til þeirrar umsagnar við endanlega útfærslu frumvarpsins. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Fundargerð 428. fundar Hafnasambands Íslands
Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003 - greinargerð
Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003 - drög
Umsögn Hafnasambands Íslands um drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum 2020

4. Hafnasambandsþing 2020 (202011308)

Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 06.11.20 þar sem boðað er til rafræns Hafnasambandsþings þann 27. nóvember n.k. Eftirfarandi er lagt fram: Reykjaneshöfn á fimm atkvæðabæra fulltrúa á Hafnasambandsþingi 2020. Lagt er til að Hjörtur M. Guðbjartsson, Hanna B. Konráðsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Úlfar Guðmundsson og Halldór K. Hermannsson verði atkvæðabærir fulltrúar Reykjaneshafnar á þinginu. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Hafnasambandsþing 27. nóvember 2020 - fundarboð
Dagskrá hafnasambandsþings 2020

5. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Farið var yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn.

Fylgigögn:

Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar - bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 3. nóvember 2020

6. Lóðir Reykjaneshafnar (202005255)

a. Fitjabraut 5 og 7. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar er með til umfjöllunar umsókn Smáragarðs ehf. um lóðirnar Fitjabraut 5 og Fitjabraut 7 og hefur óskað eftir afstöðu Reykjaneshafnar sem landeiganda til þeirrar úthlutunar. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Smáragarðs ehf. um ofangreindar lóðir enda sé sú úthlutun Reykjaneshöfn að skaðlausu. Samþykkt samhljóða.

b. Hafnabraut 2. Skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar hefur borist erindi frá eiganda fasteignarinnar Hafnarbrautar 2 á hafnarsvæðinu við Njarðvíkurhöfn þar sem hann óskar eftir stækkun á lóð eignarinnar í samræmi við innsenda teikningu. Skipulagsfulltrúi hefur óskað eftir afstöðu Reykjaneshafnar sem landeiganda við Njarðvíkurhöfn til þeirrar stækkunar. Eftirfarandi var lagt fram: Ekkert deiliskipulag er til staðar í dag á hafnarsvæði Njarðvíkurhafnar. Stjórn Reykjaneshafnar stefnir á að gera deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í náinni framtíð enda liggja þegar fyrir ákveðnar hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu sem horfa þarf til. Heimild til framkominnar óskar um stækkun lóðar að Hafnarbraut 2 er því ótímabær að svo stöddu og er þar af leiðandi hafnað. Hafnarstjóra er falið að ræða við eiganda Hafnarbrautar 2 um möguleika á lóðastækkun í framtíðinni. Samþykkt samhljóða.

7. Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar (2020110309)

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að Lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar og óskar umsagnar Reykjaneshafnar varðandi þau drög. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar hefur kynnt sér drög að Lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar sem eru til vinnslu hjá Lýðheilsuráði Reykjanesbæjar. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkomnum drögum og styður samþykkt þeirra. Samþykkt samhljóða.

8. Landsskipulagsstefna 2015-2026 (2020110267)

Til kynningar hjá Skipulagsstofnun er viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og hefur skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar óskað eftir umsögn Reykjaneshafnar varðandi þann viðauka. Eftirfarandi er lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar hefur kynnt sér viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og hefur engar athugasemdir fram að færa. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026

9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2020010519)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.