248. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 17:00. Fundurinn er Teams fjarfundur.
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Fjármál Reykjaneshafnar (2021010430)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.
2. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)
a. Þann 14. febrúar 2020 skemmdust í miklu óveðri sem gekk yfir landið skjólgarðar við hafnarmannvirki Reykjaneshafnar. Hafnarstjóri fór yfir útboðsgögn vegna fyrirhugaðs útboðs á viðgerðum þeirra. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og heimilar að farið sé í útboð á grundvelli þeirra. Samþykkt samhljóða.
b. Farið var yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða uppbygginu í Njarðvíkurhöfn.
Fylgigögn:
Teikningasett
3. Framtíðarsýn Reykjaneshafnar til 2030 (2019110194)
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á 235. fundi sínum 21. nóvember 2019 að taka til endurskoðunar framtíðarsýn Reykjaneshafnar sem lögð var fram á 212. fundi stjórnarinnar 23. janúar 2018. Tveir vinnufundir voru haldnir í upphafi sl. árs en vegna alheimsfaraldursins COVID 19 var áframhaldandi vinnu frestað um óákveðin tíma. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að hefja aftur vinnu við mótun framtíðarsýnar Reykjaneshafnar til ársins 2030 og að þeirri vinnu verði lokið fyrir maílok nk. Samþykkt samhljóða.
4. Hafnasamband Íslands (2021010431)
a. Fundargerð 429. fundar Hafnasambands Íslands frá 26.11.2020. Lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð 430. fundar Hafnasambands Íslands frá 11.12.2020. Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 429
Fundargerð 430
5. Hafnasambandsþing 2020 (2021010433)
Fundargerð 42. þings Hafnasamband Íslands frá 27.11.2020. Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Hafnasambandsþing 2020, þinggerð
6. Aalborg Portland Ísland ehf. (2021010432)
Hafnarstjóri kynnti samkomulag milli Reykjaneshafnar og Aalborg Portland Ísland ehf. varðandi fyrirkomulag á greiðslu vörugjalda á innfluttu sementi um Helguvíkurhöfn árið 2021. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnarstjóra að undirrita það. Samþykkt samhljóða.
7. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2019051729)
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að menningarstefnu Reykjanesbæjar og óskar umsagnar Reykjaneshafnar varðandi þau drög. Eftirfarandi var lagt fram: Fyrirliggjandi eru drög að menningarstefnu Reykjanesbæjar sem eru til vinnslu hjá menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar. Lagt er til að afgreiðslu stjórnar verði frestað til næsta fundar stjórnar Reykjaneshafnar. Samþykkt samhljóða.
8. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar (2020021391)
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar ásamt framtíðarnefnd Reykjanesbæjar hafa lagt fram drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar og óska umsagnar Reykjaneshafnar varðandi þau drög. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar hefur kynnt sér drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar sem eru til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar og framtíðarnefnd Reykjanesbæjar. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkomnum drögum og styður samþykkt þeirra. Samþykkt samhljóða.
9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2021010434)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar 2021.