256. fundur

22.10.2021 17:00

256. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 21. október 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Viðstödd: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2021010430)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2022 (2021080536)

Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2022.

3. Starfsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2022 (2021100312)

Hafnarstjóri fór yfir drög að starfsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2022.

4. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2021 (2021100313)

Ráðningarbréf við Grant Thornton endurskoðun ehf. vegna endurskoðunar á reikningum Reykjaneshafnar rekstrarárið 2021. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir ráðningarbréf endurskoðenda og felur hafnarstjóra að undirrita það. Samþykkt samhljóða.

5. Lóðir Reykjaneshafnar (2020050255)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála er varðaði lóðirnar Fitjabraut 5 og Fitjabraut 7. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar heimilar að Reykjanesbær haldi utan um og fylgi eftir frágangi mála í tengslum við Fitjabraut 5 og Fitjabraut 7 á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi þar um. Samþykkt samhljóða.

6. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mál vegna fyrirhugaðar framkvæmdir við Njarðvíkurhöfn.

Fylgigögn:

Tölvupóstur 

7. Hafnasamband Íslands (2021010431)

Fundargerð 437. fundar Hafnasambands Íslands frá 16.09.21. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 437. fundar Hafnarsambands Íslands 

8. Nova hf. (2021100314)

Nova hf. er að efla fjarskiptaþjónustu sína í Höfnum og hefur óskað eftir að leigja þar aðstöðu á hafnarsvæði Reykjaneshafnar undir búnað til þeirra nota. Hafnarstjóri fór yfir drög að leigusamning um viðkomandi aðstöðu. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að geta lagt fyrirhugaðri innviðauppbyggingu í Höfnum lið með leigu á aðstöðu undir fjarskiptabúnað. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að leigusamningi og felur hafnarstjóra að undirrita hann. Samþykkt samhljóða.

9. Deiliskipulag Fitjar - umsögn (2021040139)

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 7. september 2021 tillögu að deiliskipulagi á Fitjum í Reykjanesbæ. Með tölvupósti frá 8. október s.l. óskaði skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar umsagnar Reykjaneshafnar um fyrirliggjandi tillögu en athugasemdafrestur er til 31. október n.k. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkominni tillögu að deiliskipulagi en vill benda á að fyrirhuguð uppbygging heilsuræktar á Fitjabökkum liggur að athafnasvæði Reykjaneshafnar. Í vinnslu er breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og tillaga að deiliskipulagi fyrir Njarðvíkurhöfn þar sem áætluð er mikil uppbygging á hafnarmannvirkjum og aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi. Sú uppbygging getur kallað á enn meiri stækkun hafnarinnar til suðurs allt að deiliskipulagsmörkum á Fitjabökkum. Stjórn Reykjaneshafnar leggur áherslu á að ofangreind tillaga að deiliskipulagi á Fitjum og fyrirhuguð starfsemi þar hamli ekki uppbyggingu athafnasvæðis Njarðvíkurhafnar í framtíðinni. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Tölvupóstur

Deiliskipulag - lokaútgáfa

Umhverfismat deiliskipulags

10. Umhverfismál (2021040140)

Reykjaneshöfn tekur mið af stefnu Reykjanesbæjar til ársins 2030 og skírskotun hennar í heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ein af stefnuáherslum Reykjanesbæjar er Vistvænt samfélagar og með hliðsjón af því hefur Reykjaneshöfn látið greina kolefnisfótspor hafnarinnar svo vinna megi markvíst að lágmarki þess í framtíðinni. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í að greina kolefnisfótspor Reykjaneshafnar. Með þessari greiningu er hægt að vinna markvisst að lækkun kolefnisfótspors hafnarinnar á komandi árum. Þar til að viðunandi markmið náist í þeirri viðleitni telur Stjórn Reykjaneshafnar rétt að kolefnisjafna núverandi losun með gróðursetningu trjáa í gengum verkferla Kolviðurs. Samkvæmt mælingu samsvarar kolefnislosun Reykjaneshafnar árið 2020 52,99 tonnum og felur Stjórn Reykjaneshafnar hafnarstjóra að fylgja eftir kolefnisjöfnun þeirra losunar. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Kolefnisfótspor Reykjaneshafnar

11. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2021010434)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. nóvember 2021.