257. fundur

18.11.2021 17:00

257. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Viðstödd: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2021010430)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2022. (2021080536)

Hafnarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2022 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt áætlun vegna áranna 2023-2025. Samþykkt samhljóða.

3. Starfsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2022. (2021100312)

Hafnarstjóri fór yfir drög að starfsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2021. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2022. Samþykkt samhljóða.

4. Prókúra á reikninga Reykjaneshafnar (2021110359)

Reykjaneshöfn er með samning við Reykjanesbæ um greiðsluþjónustu. Vegna breytinga á starfsmannahaldi hjá Reykjanesbæ tengt þeirri þjónustu er eftirfarandi lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að veita Ragnhildi Ævarsdóttur, kt. 120364-4999, starfsmanni Reykjanesbæjar prókúru á reikninga Reykjaneshafnar hjá Landsbanka og Íslandsbanka. Jafnframt samþykkir stjórn Reykjaneshafnar að fella niður prókúru Sólveigar Einarsdóttur, kt. 091254-2129 á sömu reikninga Reykjaneshafnar hjá Landsbanka og Íslandsbanka. Samþykkt samhljóða.

5. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar. (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mál vegna fyrirhugaðar framkvæmda hjá höfninni.

6. Hafnasamband Íslands. (2021010431)

Fundargerð 438. fundar Hafnasambands Íslands frá 15.10.11. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 438. fundar stjórn Hafnarsambands Íslands

7. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Úrskurður Héraðsdóms Reykjanes nr. G-2100/2021 frá 28.10.2021 um kröfu stjórnar Norðuráls Helguvík ehf. um að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Auglýsing um innköllun

8. Umhverfismál. (2021040140)

Árskýrsla Bláa hersins vegna líðandi árs en Reykjaneshöfn hefur undanfarin ár stutt við hreinsunarstarf samtakanna á ströndum landsins. Lagt fram til kynningar.

9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2021010434)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. desember 2021.