262. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2022 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður og Úlfar Guðmundsson aðalmaður.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2021 (2021100313)
Á fundinn undir þessum lið mættu frá Grant Thornton endurskoðun ehf. Sturla Jónsson og Haukur Hauksson endurskoðendur Reykjaneshafnar. Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2021 var lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda hafnarinnar. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings er eftirfarandi:
Rekstrartekjur.......................................... kr. 216.713.435.-
Rekstrargjöld........................................... kr. 160.608.078.-
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti............. kr. 56.105.357.-
Afskriftir mannvirkja og annarra eigna.... kr. -44.656.361.-
Fjármagnsliðir.......................................... kr. -58.654.132.-
Eftirgjöf skuldar við Reykjanesbæ………… kr. 3.073.208.093.-
Hagnaður ársins....................................... kr. 3.026.002.957.-
Eftirfarandi var lagt fram: Lagt er til að Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir ársreikninginn með fyrirvara um að eftirgjöf skuldar hafnarinnar við Reykjanesbæ gangi eftir og vísar ársreikningum til samþykktar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Samþykkt samhljóða.
2. Ársyfirlit Reykjaneshafnar fyrir árið 2021 (2022020399)
Ársyfirlit yfir starfsemi Reykjaneshafnar 2021. Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Ársyfirlit 2021
3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)
Hafnarstjóri fór yfir ýmislegt sem snýr að mannvirkjum hafnarinnar.
4. Vatnsnesviti (2022040145)
Tölvupóstur dags. 23.02.2022 frá Jóni Stefáni Einarssyni arkitekt með fyrirspurn um áhrifasvæði Vatnsnesvita í tengslum við uppbyggingu á Vatnsnesinu. Eftirfarandi var lagt fram: Vitar landsins eru til að tryggja öryggi sjófarenda við strendur landsins. Stjórn Reykjaneshafnar vísar i lög um vitamál nr. 132/1999 varðandi viðkomandi fyrirspurn en þar segir í 1. mgr. 4. gr.: „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin] 1) látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.“ Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Vatnsnesviti
5. Reykjanesbær (2022010195)
Tölvupóstur dags. 01.04.2022 frá Tryggva Þ Bragasyni f.h. umhverfissviðs Reykjanesbæjar um aðstöðu fyrri hluta sumars á athafnasvæði Reykjaneshafnar vegna uppsetningar á lausum kennslustofum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir viðkomandi beiðni gegn því að framkvæmdin hefti ekki starfsemi hafnarinnar og hún verði í samráði við hafnarstjóra. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Tölvupóstur
6. Upplýsingaröryggisstefna Reykjanesbæjar (2022021198)
Tölvupóstur dags. 17.03.2022 frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir umsögn Stjórnar Reykjaneshafnar um meðfylgjandi drög að upplýsingaröryggisstefnu Reykjanesbæjar. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar tók erindið til umfjöllunar og bendir á að torvelt er að sjá hvernig starfsmenn Reykjanesbæjar geti komið stefnunni í framkvæmd. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Upplýsingaröryggisstefna Reykjanesbæjar
7. Suðurnesjabær (2022040146)
Tölvupóstur dags. 22.03.2022 frá Suðurnesjabæ þar sem óskað er eftir umsögn um meðfylgjandi vinnslutillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi vinnslutillögu. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Vinnslutillaga aðalskipulags Suðurnesjabæjar
8. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Farið var yfir stöðu Reykjaneshafnar sem kröfuhafa í þrotabúið.
9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2022.