264. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 16. júní 2022 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Alexander Ragnarsson, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Jón Már Sverrisson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
Úlfar Guðmundsson boðaði forföll, varamaður Jón Már Sverrisson sat fyrir hann.
Hjörtur Magnús Guðbjartsson sem lengst hefur setið í Stjórn Reykjaneshafnar setti fund og bauð nýja stjórnarmenn velkomna.
1. Stjórn Reykjaneshafnar (2022060310)
Hjörtur las upp bréf dags. 14. júní frá Reykjanesbæ um skipun í Stjórn Reykjaneshafnar kjörtímabilið 2022-2026 en hún er skipuð eftirtöldum aðilum:
Aðalmenn: Alexander Ragnarsson (D), Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S), Kristján Jóhannsson (Y), Sigurður Guðjónsson (B) og Úlfar Guðmundsson (U).
Varamenn: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir (Y), Gunnar Jón Ólafsson (B), Hanna Björg Konráðsdóttir (D), Jón Helgason (S) og Jón Már Sverrisson (U).
Tillaga var gerð um að formaður stjórnar yrði Hjörtur M Guðbjartsson. Samþykkt samhljóða.
Tillaga var gerð um að varaformaður stjórnar yrði Sigurður Guðjónsson. Samþykkt samhljóða.
Tillaga var gerð um að ritari stjórnar yrði Kristján Jóhannsson. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Fulltrúar í stjórn Reykjaneshafnar
2. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál sem snerta fjármál hafnarinnar, m.a. fór hann yfir samning sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur gert við Pricewaterhouse Coopers ehf. um endurskoðun á ársreikningum Reykjanesbæjar og stofnana hans næstu fimm reikningsár. Lagt fram til kynningar.
3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)
a. Hafnahöfn. Hafnarstjóri fór yfir stöðu Hafnahafnar sem er ein af höfnum Reykjaneshafnar. Eftirfarandi var lagt fram: Engin hafnarstarfsemi hefur verið á Hafnahöfn undanfarin ár og ekki eru fyrirsjáanlegar breytingar á því. Ákveðinn kostnaður og ábyrgð fylgir því að halda úti lögbundinni höfn og er slíkt ekki réttlætanlegt til lengdar ef engin nýting er til staðar á viðkomandi hafnarmannvirkjum. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að undirbúa niðurlagningu Hafnahafnar sem lögbundinnar hafnar. Samþykkt samhljóða.
b. Njarðvíkurhöfn. Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn. Rætt var um kynningarfund sem haldinn var í Hljómahöll 24. maí sl. þar sem framlagt deiliskipulag svæðisins var kynnt. Í umræðum á þeim fundi bar mest á áhyggjum íbúa í nálægðum íbúðahverfum af hljóðmengun með aukinni starfsemi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. á svæðinu.
Fylgigögn:
Loftmynd af Hafnahöfn
4. Lóðir Reykjaneshafnar (2020050255)
Tölvupóstur frá Royal Iceland hf. dags. 25.05.2022 með fyrirspurn um Hafnarbakka 4 við Njarðvíkurhöfn. Eftirfarandi var lagt fram: Ekkert deiliskipulag er til staðar á landsvæðinu upp af Njarðvíkurhöfn. Nauðsynlegt er að hefja vinnu við slíkt skipulag sem fyrst og felur Stjórn Reykjaneshafnar hafnarstjóra að ræða við Reykjanesbæ um slíka framkvæmd. Ekki verða gerðar neinar breytingar á fyrirkomulagi lóða Reykjaneshafnar á svæðinu þar til deiliskipulag liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.
5. Vegagerðin (2022060311)
Bréf Vegagerðarinnar dags. 16.05.2022 þar sem fram kemur að Vegagerðin er að vinna tillögur að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir í Samgönguáætlun 2023-2027. Óskað er eftir staðfestingu á eldri verkefnum í gildandi samgönguáætlun ásamt umsóknum um ný verkefni ef einhver eru. Eftirfarandi var lagt fram: Í gildandi samgönguáætlun 2020-2024 eru verkefni hjá Reykjaneshöfn sem m.a. snúa að uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að senda staðfestingu á þeim framkvæmdum til Vegagerðarinnar ásamt óskum um stuðningi við aðrar framkvæmdir. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Hafnargerð og sjóvarnir á samgönguáætlun 2023-2027 - bréf frá Vegagerðinni
6. Cruise Iceland (2022060312)
Aðalfundur Cruise Iceland var haldinn á Hótel Natura í Reykjavík 6. maí s.l. Hafnarstjóri sótti fundinn og fór yfir það sem þar kom fram.
7. Markaðsstefna Reykjanesbæjar (2022060313)
Tölvupóstur frá skjaladeild Reykjanesbæjar dags. 28.04.2022 þar sem óskað er eftir umsögn ráða og nefnda Reykjanesbæjar um drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar. Lagt fram til kynningar.
8. Reykjanesbær (2022010195)
a. Tölvupóstur frá skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar dags. 14.06.2022 með ósk um umsögn við tillögu að deiliskipulagi „Vatnsnes – Hrannargata 2-4“. Eftirfarandi var lagt fram: Leitað var umsagnar Reykjaneshafnar á vinnslustigi tillögunnar varðandi ljósgeisla Vatnsnesvita og var tillit tekið til athugasemda hafnarinnar varðandi þann þátt, enda óheimilt samkvæmt lögum að byggja inn í ljósgeisla vita. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkominni tillögu að deiliskipulagi og telur það til fyrirmyndar varðandi uppbyggingu á svæðinu. Samþykkt samhljóða.
b. Tölvupóstur frá skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar dags. 14.06.2022 með ósk um umsögn við tillögu að deiliskipulagi „Fitjar Reykjanesbæ“. Eftirfarandi var lagt fram: Áður hefur verið óskað umsagnar um fyrrnefnt deiliskipulag að Fitjum og hefur afstaða Stjórnar Reykjaneshafnar ekkert breyst varðandi það mál. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkominni tillögu að deiliskipulagi en vill benda á að fyrirhuguð uppbygging heilsuræktar á Fitjabökkum liggur að athafnasvæði Reykjaneshafnar. Í vinnslu er breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og tillaga að deiliskipulagi fyrir Njarðvíkurhöfn þar sem áætluð er mikil uppbygging á hafnarmannvirkjum og aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi. Sú uppbygging getur kallað á enn meiri stækkun hafnarinnar til suðurs allt að deiliskipulagsmörkum á Fitjabökkum. Stjórn Reykjaneshafnar leggur áherslu á að ofangreind tillaga að deiliskipulagi á Fitjum og fyrirhuguð starfsemi þar hamli ekki uppbyggingu athafnasvæðis Njarðvíkurhafnar í framtíðinni. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Deiliskipulagstillögur Vatnsnes - Hrannargata 2-4 og Fitjar - beiðnir um umsagnir
9. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.
10. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. júní 2022.