265. fundur

18.08.2022 17:30

265. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2022 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193)

Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu sex mánuði ársins.

2. Fjárhagsáætlun ársins 2023 (2022080336)

Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2023.

Fylgigögn:

Fjárhagsáætlun 2023 - framvinda

3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir ýmsa þætti í umhverfi og skipulagi hafnarinnar.

4. Ísturninn við Njarðvíkurhöfn (2022080338)

Skýrsla með úttekt Verkfræðistofu Suðurnesja á starfsemi Ísturnsins við Njarðvíkurhöfn. Lögð fram til kynningar.

5. Samgönguáætlun 2023-2027 (2022060311)

Hafnarstjóri fór yfir innsendar óskir Reykjaneshafnar um stuðning ríkissjóðs í Samgönguáætlun 2023-2027 varðandi uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn.

Fylgigögn:

Samgönguáætlun 2023-2027

6. Hafnasamband Íslands (2022021139)

Fundargerð 444. fundar Hafnasambands Íslands frá 14. júní s.l. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 444. fundar Hafnasambands Íslands frá 14. júní 

Reglur um stuðning við hafnarsjóð til að mæla kostnað við rekstur fordæmisgefandi dómsmála

7. Hafnasambandsþing 2022 (2022080337)

Bréf Hafnasambands Íslands dags. 23.06.2022 þar sem boðað er til Hafnasambandsþings 2022 þann 27. og 28. október n.k. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að senda fulltrúa á Hafnasambandsþing 2022 sem haldið verður í Ólafsvík í október n.k. í samræmi við fulltrúafjölda hafnarinnar. Jafnframt mun hafnarstjóri sækja þingið. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Boðun hafnasambandsþing 2022

8. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Farið var yfir stöðu mála er varðar aðkomu Reykjaneshafnar að þrotabúinu.

9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra (2022010197)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 23. ágúst 2022.