267. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Hanna Björg Konráðsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
Kristján Jóhannsson boðaði forföll, Hanna Björg Konráðsdóttir sat fyrir hann.
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2022010193)
Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarinnar fyrstu níu mánuði ársins.
2. Fjárhagsáætlun ársins 2023. (2022080336)
Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2023.
3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar. (2020030194)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta mannvirki Reykjaneshafnar.
4. Hafnasambandsþing 2022. (2022080337)
Farið var yfir málefni sem eru á dagskrá Hafnasambandsþings 2022 þann 27. og 28. október n.k.
5. Skemmtiferðaskip. (2022060312)
Hafnarstjóri kynnti fyrirhugaða vinnustofu sem halda á í 16. nóvember n.k. í Hljómahöll í tengslum við markaðsetningu Keflavíkurhafnar fyrir smærri skemmtiferðaskip.
6. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)
Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.
7. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2022010197)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2022.